Andvari - 01.01.1883, Page 52
50
Ferð um
brekkunum, milli trjástofnanna, á vatnið fyrir neðan; í
Atlavík er skógurinn og mjög.fagur.
Skógar eru altaf að minnka á íslandi til mikils
skaða fyrir landið; varla er unnt að finna þá móa eða
þá fjallshlíð, þar sem eigi er hægt í jarðveginum að
sjágömul skógamerkif auk þess er getið um skóga í fornum
og nýjum bókum á svo ótal mörgum stöðum, þar sem
þeir eru oigi nú, að það er auðséð, hve algengir þeir hafa
verið og eigi hefir það verið mjög fjarri sanni, er Ari
fróði segir, að ísland hafi, er landnámsmenn komu hér,
verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. |>ótt skógar þessir
að eins hafi verið kjarr eitt, þá hafa þeir þó víða hlíft
landinu og prýtt það. Síðan skógarnir eyddust blæs
land upp, og verður að fiagi á slóttlendum, en fjalls-
hlíðar, sem áður vóru skógi vaxnar og grösugar, eru nú
berar urðaröldur og leirflög; skógurinn hélt áður saman
jarðveginum, stöðvaði vatnsrennsli og verndaði byggðina
fyrir neðan, svo að ei féllu á hana skriður og snjóflóð, nú
grefur vatnið sig alstaðar niður, skriður tæta sundur
allan jarðveg niður í byggð, og sumstaðar jafnvel tún
og engjar; sumstaðar sígur vatnið undir jarðveginn, svo
að hann ílettist af í stórum torfum; meðan skógaræturnar
festu, var þessu ei svo illa farið. Menn hafa svo
að segja aldrei hugsað um að halda skógunum við, og
margir bændur fara ver með þá en óarga dýr, slíta allt
og rífa, sem þeir ná í, svo illa sem unnt er, þótt það
sé þeim til lítils eða einskis gagns; fornmenn brenndu og
skóga hver fyrir öðrum og hjuggu allt til kola, er þeir
gátu; fjáadengslan hefir og orðið margri fallegri hríslu
að bana. tiauðféð hefir þó gert einna mest til að eyða
og skomma skógana, kindurnar bíta brumið af ungviðinu
undir eins og það kemur fram; þar sem fé er beitt á
skóga á vetrum bítur það af efstu knappana, sem upp
úr standa, svo að að eins þær greinar geta vaxið, er liggja
fast við jörðu, svo að bæði þetla ogsnjóþyngslin gera hrísl-