Andvari - 01.01.1883, Síða 54
52
Ferð um
lögum eða einstökum smáfjöllum innan um blágrýtið.
Við fórum fórdalsheiði niður á Eskifjörð og komum
þar 16. júlí um morguninn. Fram með Reyðarfirði eru
víða ísrákir á klettum, og þar eru stórkostleg basaltfjöll
á báða vegu. Eskifjörður gengur norðvestur úr Reyðar-
firði, og er kaupstaðurinn norðan megin fyrir innan
Mjóeyri, sem takmarkar höfnina að framan ; áður var
kaupstaðurinn utar norðan við Reyðarfjörð í Stóru-
Breiðuvik, en var fluttur eptir miðja fyrri öld þangað
sem hann nú er. f>á var engin verzlun á Seyðisfirði, og
urðu menn úr Norður-Múlasýslu að sækja verzlun
þangað suður. Eskifjörður er altaf að aukast ár frá ári,
síðan síldarveiðin byrjaði, og töluvert fjör er þar um
veiðitímann, skip mörg að fara og koma. Síldarveiðin
hefir eigi haft lítil áhrif bæði á þenna fjörð og aðra
hér eystra, bæði fært fé inn í landið og aukið framtaks-
semi manna í ýmsum greinum; nærri allir bændur við
Reyðarfjörð eiga nú norska báta laglegri og miklu betri,
en íslenzkir bátar eru vanir að vera, að minnsta kosti
sýndust mér þeir æðimun fegurri og hentugri en
bátarnir við Eyjafjörð. Á Eskiíirði dvaldi jeg um
nokkurn tima lijá Jóni kaupmanni Magnússyni og fór
altaf við og við þaðan út í Helgustaðafjall, til þess að
skoða silfurbergsnámuna; þangað er hæg 2 tíma ferð
út með firðinum að norðan.
Silfurbergsnáman er litlu utar, en bærinn Helgustaðir,
utan í fjallshlíð tæp 300 fet yfir sjávarflöt; skammt
fyrir utan bæinn fellur lítil á til sævar, og frá henni
má ganga á V*—Vs klukkustundu út og upp að
námunni. Lítill lækur hefir grafið sig niður hlíðina og
myndað grunnt gil og heitir hann Silfurlækur; hefir
hann fyrst gefið tilefni til þess, að menn fundu silfur-
bergið, því að með honum bárust smámolar niður að
ströndinni; síðan hefir bergið að vestan, og norðanverðu
við gilbakkann verið tekið burt á parti, til þess að