Andvari - 01.01.1883, Side 55
austurland.
53
ná í silfurbergið, og hefir við það smátt og smátt
myndazt sporöskjumynduð gróf eða gryfja 72 fet á
lengd og 36 fet á breidd; að námunni liggur fast berg
(blágrýti) að ofan, neðan og að vestan; þar takmarkast
hún af 16 feta háum blágrýtisvegg, en að austan milli
grófarinnar og lækjarins er mjór urðar- og sandhryggur.
Hallinn á námunni er 10- 12°, en á sjálfri fjallshlíðinni
15° að meðaltali. fegar eg kom fyrst að námunni, var
varla hægt nokkurs staðar að sjá í silfurberg, því að allur
námubotninn var þakinn möl og urð; silfurberg heíir
áður verið tekið upp úr ýmsum djúpum holum, einkum
vestan til í grófinni, en nú vóru þær alveg fullar af
stórgrýti og möl, og vatn stóð víða í djúpum pollum.
pað var því ómögulegt að skoða námuna vel, nema
með því móti einu, að urðin og mölin væri tekin úr
námunni og vatninu voitt burt; eg lét því lireinsa
námuna, taka upp úr stærstu holunum og veita mestölln
vatninu burt, og gat því skoðað námuna betur í miðjum
ágústmánuði, er eg kom sunnan úr Álptafirði. í blá-
grýti því, sem náman er í, er uet af óteljandi sprung-
um smáum og stórura; ofarlega og neðariega í
þessar sprungur hefir kolasúrt kalk (silfurberg) setzl
smátt og smátt, svo að náman verður eins og samsafn
af ótal silfurborgsgöngum, sem ganga í allar áttir; þeir
eru mjög mismunandi að þykkt og ganga eins og fieigar
upp og niður í berginu, þannig að silfurbergsæð getur
á yfirborðinu verið 2—3 fet að þvermáli, en nokkrum
fetum neðar í borginu er hún gengin saman og að eins
2 eða 3 þumlungar; eins getur æð verið örmjó á yfir-
borðinu og þykknað, er neðar dregur, og syo þynnzt
aptur, eða með öðrum orðum, silfurbergið hefir þarna á
litlum bletti myndazt í óteljandi smáum og stórum,
óreglulega samtvinnuðum glufum í basaltinu; allt þetta
safn af glufum sýnist vera safnað á sporöskjumynd-
aðan blett; en hvort það er allt eiu stór blaðra í