Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 56
54
Ferð um
basaltinu, ereigihægt að segja fyrr en bergið í kringer tek-
ið burt. Af því að silfurbergsæðarnar eru svo óreglulegar
og misþykkar, er eigi hægt með neinni vissu að segja, hve
mikið séínámunni, enþóeru ölllíkindi til, aðþarsé töluvert.
Silfurbergið er mjög mismunandi að gæðum, má
skipta því niður í 4 flokka: 1, stórir gagnsæir og
reglulegir krystallar, þeir eru fágætastir og dýrastir,
þegar söfn eða einstakir menn vilja kaupa þá sér til
fróðleiks og skemmtunar, 2, falleg stykki smærri alveg
gagnsæ og lýtalaus; þau eru höfð í verkfæri, sem höfð
eru til ljósrannsókna, 3, lagleg stykki en þó með nokkr-
um göllum, er menn geta haft til skrauts og gamans,
4, úrgangur eða rosti, ógagnsætt silfurberg, hvítleitt
með ótal rifum; af því er langmest, svo að hinar
tegundirnar hverfa nálega í samanburði við það; þó
má nota þenna rosta við sódavatns-tilbúning, til kalk-
brennslu o. fl. Alstaðarþar sem æðarnar koma fram á
yfirborðinu er í þeim eingöngu þessi rosti. Fallegasta
silfurbergið finnst innan um mjúkan leir. Stærsta holan,
sem tekiðhefirveriðuppúr,er grafin niðurí kalkspath-gang
vestan í námunni, sem hallast 40° inn undir basaltbergið ;
holan var um 2 mannhæðir á dýpt og var grafin inn undir
hapt af basalti, svo að opin urðu tvö; í loptinu eru
stórir ógagnsæir kalkspath-krystallar 1— 2 fet að
þvermáli, mest skáteningar (rhomboédra), vaxnir hver
innan í annan og standa horuin út; nærri alstaðar á
takmörkum krystallanna eru raðir og kransar af «desmin»-
krystöllum, en það er geislasteinstegund algeng á Is-
landi. í botninum á þessari liolu og tii hiiðanria standa
upp basaltnybbur, og eru millibil þoirra sumstaðar full af
ógagnsæjusilfurbergi, ensumstaðar eru holur fullar afrauð-
gráum eða mórauðum leir,og í þeirn finna menn fallegustu silf-
urbergskrystallana, því að þar hafa þeir bezt getað
myndazt og þróazt, án þess hvor hindraði annan í
vexti. Mörg silfurbergsstykki eru talsvert gölluð; í