Andvari - 01.01.1883, Side 59
austurland.
57
mynda þar eins og bryggjur og dranga í sjónum, því
að linara basaltið í luing hefir etizt burt. fíétt fyrir
neðan túnið á Hafranesi ganga út í sjóinn nokkrir
slíkir gangar, alveg eins og garðar eða bryggjur, blaðnar
af tröllahöndum; víðast hefir efnið í göngunum klofnað í
reglulega stuðla, er liggja flatir. jþegar hraunleðja
storknar í sprungu, er gengur beint upp og niður, dregst.
húu saman við kólnunina í liggjandi súlur; súlurnar
standa altaf lóðrétt á kólnunarflötinn. Súlurnar í
einni af þessum steinbryggjum hjá Hafrancsi vóru4—5
faðmar á lengd og lU—lk faðmur að þvermáli. Gangar
þessir eða sprungur ná hér alveg gegn um fjöllin og
koma fram alveg eins í Fáskrúðsfirði t. d. við Kolfreyju-
stað. Frá Hafranesi fórum við yfir Staðarskarð í
Fáskrúðsfjörð; er það rcyndar bratt beggja megin, en þó
betra en skriðurnar fyrir framan. í fjörðunum hér
eystra eru vegir svo illir, enda er svo sjaldan farið um
þá, að menn kippa sér eigi upp við smávegis, eptir að
hafa farið þar opt um. Á skarðinu var bezta veður og
fögur útsjón yíir Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð og Skrúðinn
fyrir landi. Skrúðurinn er nafnkunnur fyrir einkennilega
lögun, hella og fuglabjörg. Færeyingar hafa leigt.
fugiatekju í bjavginu, enda eru þeir ágætir fuglarar og
vanir slíku heima hjá sér. Fáskrúðsfjörður er aðalstöð
frakkneskra fiskimanna við austurland, og er þar því
optast fullt af frönskum duggum, liafa landsbúar mikil
mök við þá og verzlun; hver getur vel gert sig skiljan-
legan fyrir öðrum, því að þar og víðar í fjörðum, hefir
skapazt mjög skringilegt lirognamál, samsott af frakkn-
eskum, þýzkum og íslenzkum orðum, er þeir nota til
viðurtals. Fiskiveiðar eru hér miklar, eins og í flestum
fjörðum hér eystra, og gæti það verið auðsuppspretta,
ef landsmenn kynnu að nota sér. Landkostir eru líka
góðir og undirlendi töluvert fyrir fjarðarbotninum.
Blágrýti er hér í Ijöllum, en þó líparít á milli beggja