Andvari - 01.01.1883, Síða 60
58
Ferð um
megin fjarðar; mest er þó í Sandfelli sunnan við
fjörðinn; það er toppmyndað fjall og rauðgult á lit;
upp að tindinum liggja basaltlög, er hallast 35° til
suðurs. 27. júlí fórum við út með Fáskrúðsfirði að
sunnanverðu í þoku og hellirigningu; fórum við fram
hjá Gvendarnesi, — þar er silfurberg dálítið i fjalli, — og
að Stöð í Stöðvarfirði. Stöðvarfjörður er fagur fjörður,
þótt ekki sé hann stór, undirlendi töluvert og há fjöll á
alla vegu með ótal tindum og nybbum; á milli þeirra
eru hvylftir, skálar og hvassar eggjar, gras og mosi hátt
upp eptir fjöllum. A milli fjarða þessara eru margir
tindar og skörð á milii, sem sum eru farin, en sum
eigi, en hér yrði of langt að lýsa því öllu saman. í
syðri fjörðunum hér eystra, er víðast meira undirlendi
en á vestfjörðum ogfjöllin tindóttari, eigijafnar hamra-
brúnir, eins og þar eru víðast hvar. Við vórum í Stöð
um nóttina bjá séra Jóni Austmann. Kveldið var
ágætlega fagurt eptir rigningarnar, sem gengið höfðu,
léttar þokusiæður í fjöllunum, mistur og þokubólstrar
stigu eins og glóðir upp á milli fjallatindanna; um
sólarlagið logagylltur kveldroði fyrir dalbotninum, tind-
arnir dimmfjólubláir með hvítum sköflum, grænar
engjar og eyrar fyrir neðan og á í bugðum. Daginn
eptir fórum við út með firðinum að sunnan; veður var
gott, en þó töluverð þoka í fjöllum; basalterí fjöllunum,
þó mjög sunduretið af vatni og lopti, og geislasteinar og
aðrir krystallar í öllum holum, líparítgangar á einstaka
stað. Við fórum Stöðvarskriður milli Hvaisness og
Breiðdalsvíkur; þar eru mjög tæpar götur utan í hömr-
um fyrir opnu hafi; skriður og hamrar niður í sjó og
tröllsleg gil á milli, brimið skefur sig kolgrænt og
hvítfyssandi inn í hamrana og froðustólparnir spýtast
upp um hverja ldettaskoru; í sjónum heyrist sífellt urg og
skrölt, þegar öldurnar sogast frá hömrunum og hreyfa
meðsérótalrennsiéttamaiarhnullunga, svo aðhver glamrar