Andvari - 01.01.1883, Page 68
66
Ferð um
aað norðn. Uppi undir brúnum jökulhvylftarinnar vóru
stórar öldur, garðar og hrúgur af urð og grjóti, sem
ekizt höfðu frá tinduuum fyrir sunnan niður í lægðina
undir ísnum, og svo upp um ísinn: nokkuð var og
komið undan hájöklinum að norðan. Örðugastur var
seinasti spölurinn upp á jökulhrygginn, en síðan var
iéttfærara, og brátt sáum við suður og vestur af jöklinum
yfir rniðjan Yíðidal og Kollumúla, og þar fyrir vestan
himinháa jökultinda með ótal jökulbungum og skrið-
jöklum á milli; það vóru austustu höfðarnir á Vatna-
jökli, óþekkt fjöll, sem enginn mannsfótur heíir nokkurn
tíma um gengið. f>egar við komum vestur af jöklinum
niður að Víðidal, urðu fyrir oss mörg gil og klungur,
sem þó eigi gekk svo illa að komast yfir, því að leiðsögu-
maðurinn var svo nákunnugur.
Víðidalur er fjalladalur upp af Lóni milli Hofsjökuls
að austan og Koliumúla að vestan; dalurinn er alllangur
2—3 mílur alls; eptir honum fellur Víðidalsá, er kemur
úr lindum fyrir norðan dalbotninn í hæðahrygg, sem
gengur um öræfin fyrir ofan Hofsjökul; áin fellur niður
i Jökulsá í Lóni um hroðaleg gljúfur, sem eigi eru fær
öðrum en fljúgandi fuglum, himinháir hamrar á báða
vegu, margvíslega sundurtættir af ótal hyldýpis þver-
giljum. I kinninni austan við dalinn neðan undir Hofs-
jökti ganga mörg gil niður að dalnum og víði vaxnar
tungur á milii. Yzt þeim megin eru Sviptungur; fyrir
utan þær er Knappadalstindur, há strýta upp úr jökl-
inum fyrir ofan Knappadal; þar er og Sviptungugil, innar
er Grísatunga og Grísatungugil; þar komum við ofan
at jöklinum; þar fyrir innan er Morsárgil og gengur
þar niður dálítill falljökulsrani vestur úr Hofsjökli. Víði-
dalur er um miðjuna niður við áua ákaflega grösugur,
svo að eg hefi varla séð þvílíkt á íslandi, hestarnir óðu
alstaðar grasið, víðinn og blómgresið í hué og þar yfir;
innan um eru alstaðar mjög há hvannstóð, er taka manni
undir hönd, en milli þeirra vaxa gulvíðihríslur,