Andvari - 01.01.1883, Page 69
austurland.
67
grávíðir, blágresi, dökkfjólulitir lokasjóðsbræður, sóleyjar
og margt fleira. Að jurtagróður er hér svo mikill, hiýtur
að koma af því, að dalurinn er krappur og jöklar á báða
vegu, svo að sólargeislarnir kastast af þeim niður í dal-
inn, þokurnar frá sjónum mæta þar neðst í dalnum
hömrum og háum fjöllum, og þéttast, svo að sífelldur
úði og dögg er á jörðu; sauðfé kemur hingað sjaldan,
af því að illt er að komast að dalnum, yfir jökla og há
fjöll að sækja. Á sléttu niður við ána eru gamlar tóttir;
þar er jurtagróðurinn mestur, ei ósvipað og í Slúttnesi
í Mývatni; þó eru hríslurnar eigi eins háar,en grasið meira;
tóttirnar eru allar vaxnar hvönn og víði; ut úr veggj-
unum og upp af gömlum hlóðum vóru vaxnar gulvíði-
hríslur 2—3 álnir á hæð og 1—lVsþumL að þvermáli.
þ>ar dvöldum við nokkra stund og áðum hestunum. fótt
beitarland í dal þessum sé svo ágætt, þá er þó eigi gott
að búa þar fyrir snjóþyngslum á vetrum, og eins af því
að aðflutningar eru því nær með öllu bannaðir vegna
jökla og öræfa, er að dalnum liggja, svo að trauðla er
fært, að komast þangað með áburðarhesta. Maður nokkur
að nafni Stefán Ólafsson, er þótti fremur ódæll, gerðist
nokkurs konar útilegumaður, og settist að í dalnum 1840
og byggði sér kofa þá, sem rústirnar enn sjást af; hann
var þar þó að eins skamma stund. forsteinn nokkur
Hinriksson fiutti sig þá í kofana með konu, tveim
ungbörnum og einni stálpaðri telpu; gerði hann þetta í
forboði Stefáns og er mælt, að Stefán hafi heitazt við
hann og sagt, að ei mundi verða löng vera hans í daln-
um. Fyrsta veturinn, er jporsteinn bjó þar, tók af bæinn
í snjóíióði; það var á þrettanda í jólum; var þorsteinn
að lesa húslestur og fórst þar með 2 börnunum, en
konan komst af, þó viðbeinsbrotin, og unglingsstúlkan ;
komust þær undan röptum í eldhús, sem minna hafði
skaðazt, og lifðu þar í 5 eða 6 vikur, síðan urðu þær að
leggja til byggða sökum vistaskorts, þótt eigi • væri það