Andvari - 01.01.1883, Side 72
70
Perð nm
vatn riðum við á ísi og sköflum, sem náðu niður í það.
þegar við komum á hrygginn milli botnanna á Hofsdal
og Geithellnadal fór heldur að birta til, og gátum við
klöngrast ótal sneiðinga um blágrýtis-rákir niður í botn-
inn á Geithellnadal. Mestalla leið bak við Hofsjökul og
niður í Geithellnadal urðum við að ganga og teyma
hestana. Geithellnadalur er mjög langur og nær inn fyrir
frándarjökul; eru fjöllað bonum mjög há og snarbrött;
víða eru hamrahöpt yfir dalbotninn og brýzt áin í
djúpum gljúfrum gegn um þau, og eru þar margir fossar.
Mjög innarlega í dalnum var foss einn hinn fríðasti; áin
brýzt þar í einni bunu um örmjóa klettasprungu og
fellur fram af 50 feta háu bergi, en fossinn efst örmjór,
er hann spýtist út á milli klettanna, en breiðist svo út
neðar til beggja handa yfir eintómar fagrar basaltsúlur;
ekkert nafn hafði fossinum verið gefið og skírðum við
hann Bótarfoss, því að hann er efst í Geithellnadals-
bótunum; bætur kalla menn hér dalbotnana. Nokkru
eptir miðja nótt komum við niður að Hvannavöllum,
og sváfum þar það sem eptir var nætur. Um öræfin
fyrir ofan Hofsjökul og um Víðidal hefir enginn ferða-
maður farið fyrr, svo að eg viti, enda er bæði lega og
lögun bæði Hofsjökuls og dalanna þar í kring töluvert
öðruvísi á uppdrætti íslands, en á að vera, fjöllin á
öræfunum eru þar eigi, og heldur ei ár og vötn. Öræfin
norður og vestur af Hnútufjöllum upp undir Vatnajökul
eru með öllu ókunn jafnvel nánustu byggðarmönnum;
hið sama er að segja um upptök Jökulsár í Lóni og
allan þann stóra fjallaklasa, sem er þar austast í
Vatnajökli.
Næsta morgun 3. ágúst héldum við út Geithellna-
dal, dalurinn er mjög langur, klettahöpt hér og hvar
en rennisléttar eyrar á milli, víðir og grasgeirar í fjöll-
unum, svo að verður að vera gott að búa þar; bæir eru
þó að eins 5 í dalnum, Hvannavellir og Múli aðsunnan;