Andvari - 01.01.1883, Page 77
austurlaad.
75
að halla niður í Viðfjörð, er dys; er sagt að 18 Spán-
verjar séu dysjaðir þar; komu þeir í Breiðuvík, áttu
sökótt við tvo bræður, er bjuggu í Viðfirði, fengu dreng
til fylgdar yfir fjallið og ætluðu að sækja að bræðrunum;
heitt var um daginn og þeir urðu móðir af göngunni,
svo að þeir lögðust til hvíldar og sofnuðu í skarðinu, en
drengurinn tók frá þeim byssurnar og hljóp niður í Við-
fjörð og sagði til þeirra, og vóru þeir síðan drepnir og
dysjaðir þarna.
Milli Dalatanga og Barðsnesshorns gengur breiður
flói inn í landið, og ganga inn úr honum nyrðst Mjói-
fjörður og þar fyrir sunnan milli Norðfjarðarnýpu og
Barðsness 3 firðir, Norðfjörður, Hellisfjörður og Viðfjörður;
er Norðfjörður þeirra stærstur og þar er langmest undir-
lendi; þó eru dálitlir dalir bæði upp af Hellisfirði og Við-
firði. Milli Hellisfjarðar og Viðfjarðar gengur út Við-
fjarðarmúli, tindalaus með hvössum eggjum, en sunnan
við Viðfjörð fjallgarður með mörgum tinduin út á Barðs-
nes; við dalbotninn eru Súlur; utar eru margir smátindar
og klettanýpur, og þar á meðal nátttröll, sem eitt
sinn ætlaði í Sandvík til rána en dagaði uppi á brúninni.
í Viðfirði eru skriður mjög tíðar, oins og í öllum þessum
fjörðum, og hefir orðið að færa til Viðfjarðarbæ vegna
þeirra, Dálítið lón er fyrir fjarðarbotninum, eu áin fyllir
það meir og meir, og auk þess hafa hlaup úr fjallinu
fært það til suðurs og fyllt nokkuð af því. Sagt er að
áður hafi verið sitt gilið hvoru megin við bæinn, en nú
sjást þau eigi, af því að skriður hafa fyllt þau. Fiski-
veiðar eru hér miklar; síldin óð uppi og mikið fiskaðist af
þorskiog upsa. Færeyingar fiska hér eigi lítið úti við Barðs-
nes og er landsbúum eigi vel við veiðar þeirra; Færeyingar
hafa betri báta og meiri mannafla og sækja ötult sjó, en
landsbúar eru hér mjög fáliðaðir; þó eru sumir farnir
að nota Færeyinga til þess að fiska fyrir sig. Færeyingar
liggja flestir inn á Norðfirði og róa þaðan út, stundum