Andvari - 01.01.1883, Page 78
76
Ferö um
jafuvel 1—2 mílur undan landi. Beia landsmenn upp
á þá, að þeir skjóti sel og fugl og skeri stundum á
lóðarfæri íslendinga, en hvort satt er læt eg ósagt.
Frá Viðfirði riðum við út í Barðsnes til þess að
sjá þar merkilegar jarðmyndanir. Kétt fyrir utan Barðs-
nesbæ eru Rauðubjörg; það eru standhamrar við sjóinn
150—200 fet á hæð, rauðir og gulir til að sjá. Björgin
eru samsett af fjarskalega stórum líparítsúlum, er
klofna þvers í stórar hellur. Meginhluti grjótsins er
fagurgulur eða rauður að utan, en ljósari að inuan; hór og
hvar innau um eru hvítir, grænir og gráir kattar. Gegn um
líparítinn ganga nokkrir basaltgangar í hlykkjum upp
bergið. Sunnan á Barðsnesi eru líparítmyndanirnar þó
einkennilegastar í ótal marglitum lögum og bekkjum ;
líparítinn er þar alla vega samsettur, sandsteinskenndur,
uppbiásinn eius og vikur eða hraun með hnúðum og
kornum eins og baunum, hvítur gulur, rauður blóð-
rauður eða dumbrauður, svartir basaltgangar innan um
dökkgrænar biksteinskiappir og ótal æðar og hríslur
af grænum og rauðum jaspis á livítu og gulu undirlagi.
Með öllum þessum litbreytingum eru björgin mjög fögur,
og hefi eg hvergi séð jafnmargbreyttar líparítmyndanir.
Myndanir þessar ná inn í Sandfell við Sandvík. Sams
konar myndanir eru fyrir norðan Dalatanga fyrir sunnan
Seyðisfjörð í Skálanesbjargi, svo að eigi er ólíklegt, að
þær bafi náð saman, en síðan hafi firðirnir myndazt
þvers í gegn um lögin.
Síðan fórum við tilbaka aptur kring um Viðfjörð
fyrir utan Viðfjarðarmúla og í Hellisfjörð; þar er vesti
vegur, tæpar götur og stórgrýtisurð. Fyrir ofan Hellis-
fjarðarbæ er klettahapt yfir dalinn, eyrar og engjar við
ána fyrir neðan og töluvert undirlendi fyrir ofan, hvassar
múlaeggjar á báða vegu, en tindótt fjöll fyrir innan.
Úr Hellisíirði héldum við í Norðfjörð að Skorrastað um
Norðfjarðarskriður; það er háskalegur vegur, tæpar götur,
hengifiug, hamrar og skriður niður í sjó. í Norðfirði er