Andvari - 01.01.1883, Síða 79
austurland.
77
mikið undirlendi og margir bæir beggja vegna, tveir
dalir ganga suður úr: Seldalur og Oddsdalur, en
Fannardalur inn af. Norðan við fjörðinn eru snarbrött
fjöll, og múli gengur þar þverhnýpt fram í sjó (Norð-
fjarðarnýpa), og er þar ófært að fara fyrir framan.
Seinni hluta dags 22. ágúst var hellirigning og óveður,
svo að varla var sigandi út hundi, og vórum við þá um
kyrrt á Skorrastað.
Milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar eru fjöll svo brött,
að hvergi er fær vegur; fótgangandi menn geta
reyndar með mikilli fyrirhöfn klöngrast yfir á
nokkrum stöðum, en hvergi er hægt að farameð hesta,
nema Hólaskarð, og er það þó mjög sjaldfarið; menn
fara þar einstaka sinnum með lausan hest, en aldrei
með áburð. jpegar eitthvað þarf að fiytja í Mjóafjörð,
fara menn annað hvort sjóveg eða þá suður á Eskifjörð
Oddsskarð, Eskifjarðarheiði, upp á Hérað og svo Mjóa-
fjarðarheiði, og er það mjög mikill krókur. Á vetrmn
fara menn stundum Fönn upp af Fannardal og svo
niður á Mjóafjarðarheiði, en á sumrum er það optast
ófært fyrir jökulsprungum. Eg hafði ætlað mér að fara
beint úr Norðíirði í Mjóafjörð um Hólaskarð, en allir
réðu mér frá, og sögðu að það væri ófært með áburð,
og að eg yrði að snúa aptur suður á Eskifjörð, en bæði
var það mikill krókur, og auk þess langaði mig til
að sjá fjöllin milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar, og ásetti
mér því að reyna að fara með áburðarhesta mína yfir
Hólaskarð, þótt eigi hefði það verið farið áður, og fékk
með mér tvo gagnkunnuga menn, Jón forsteinsson á
Kirkjubóli og Guðmund Magnússon á Tandrastöðum, og
tókst oss að komast yfir skarðið, þótt örðugt væri.
Um morguninn 23. ágúst fórum við frá Skorrastað upp
að Tandrastöðum; útlit var fremur illt og veður livasst,
en þó hélzt þolanlegt veður um daginn. Frá Tandra-
stöðum héldum við upp mikinn bratta upp með gili;