Andvari - 01.01.1883, Page 80
78
Ferð um
var þar mosa og víði vaxið beitarland með flögum á
milli; fyrir ofan foss í gilinu kemur maður upp í
dalverpi, sem nær upp að skarðinu; í því eru hamra-
hjallar hver upp af öðrum, neðan til er smdurð og möl
torsótt yfirferðar, mosi og grasvíðir milli steina. þ>ar
skildu fylgdarmennirnir við hesta sína og fylgdu oss
það sem eptir var gangandi. £>egar ofar kemur, hverf-
ur allur gróður og tekur þá við stórgrýtisurð fyrir neðan
skarðið og snjóskaöar á milli. Stirðlega gekk að fara
upp urðarhjallana; urðu tveir að færa hvern hest hægt
og hægt áfram; tevmdi annar en hinn rak á eptir, því
að iðulega brutust hestarnir um, er þeir sukku gegn um
snjóinn niður í urðina; sumstaðar urðu nokkrir að
ganga á undan til þess að kanna og ryðja braut fyrir
hestana, og gekk því ferðin fremur seint; vóru þá klyfj-
arnar teknar ofan og bornar kippkorn, og svo hestunum
komið með góðu og illu á eptir. Sunnan við skarðið
var vest að sneiða sig utan i snarbröttum urðarbrekk-
um; var sumstaðar lausamjöll ofan á, og klaki og
jökull undir milli steinnybbuanna. I bröttustu brekk-
unni undir skarðinu utan í urðarskriðu teymdi Jón
einn hestinn lausan á undan og royndi fyrir sér, en allt í
einu missti hesturinn fótanna á klaka, er ofan á lá og
datt, og Jón líka, og var eigi aunað sýnna, en þeir
mundu báðir fara niður fyrir flugin, og hélt eg að það
mundi verða þeirra síðasta, en Jón hélt fast í tauminn,
og af því að ferðin var eigi mikil í fyrstu, gat hann
spyrnt svo í, að báðir stöðvuðust og skaðaði eigi, nema
hvaðhesturinnfleiðraðist að eins lítið eitt, því að klyfsöðull-
inn hlífðihonum ; gátum við svo komið hinum hestunum á
eptir, er vór höfðum rutt þeim veg og borið klyfjarnar.
Skarðið sjálft að ofan er eins og örmjó egg, svo mjó,
að maður getur verið með sinn fótinn hvoru megin; sá
þar bæði niður i Norðfjörð og Mjóafjörð; í skarðinu var
mesta hvassvíðri og naumlega stætt. Norðan við skarðið
eru jökulbreiður í hvylftinni, og lá mjöll og nýr snjór