Andvari - 01.01.1883, Side 83
austurland.
81
maður minn Ögmundur Sigurðsson lagðist, í mislingum,
og sjálfur var eg nokkuð lasinn.
Frá botninum á Seyðisfirði ganga tveir dalir og
upp af þeim tvær beiðar upp á Hérað, Fjarðarheiði
(1992 fet) og Vestdalsheiði (1853 fet), og gengur hár
fjallahryggur milli þeirra, sem endar með Býhólsfjalli
rétt fyrir ofan kaupstaðinn. Seyðisfjarðarkaupstaður var
áður utar við fjörðinn að sunnativerðu, hjá Hánefsstaðaeyri,
en 1848 var fyrsta hús byggt fyrir fjarðarbotninum;
síðan hefir Seyðisfjörður rnjög aukizt, einkum þó síðan
Norðmenn fóru að setjast þar að vegna síldarveiðanna.
J>að óprýðir bæinn tnjög, hve hann er margskiptur,
byggður á 3 stöðum. Fyrir fjarðarbotninum undir
Býhólstindi er Aldan; þar eru fiest húsin, norðanmegin
kippkorn út með firði er Vestdalseyri, út af Vestdal og
Vestdalsfjalli, og Búðareyri að sunnanverðu þar á móts
við niður af Strandatindi; þar búa helzt, Norðmenn. Á
Hánefsstaðaeyri er og allmikið þorp, þó mest Norð-
mannahús. Fjarðará rennur til sjávar milli Öldunnar
og Búðareyrar og er engiu brú yfir. Hús eru þar fiest
(eða öll) einloptuð, enda eru þar svo tíðir kastvindar
ofan á milli fjallanna, að eigi væri gott að búa í háum
húsum. Utan til á Öldunni getur veiið skriðubætt,
enda sýndi það sig í fyrra, er snjófióðið tók húsin þar.
Á sumrum eru íbúar á Seyðisfirði bér um bil jáfn-
margir Norðmenn og ísiendingar, og bærinn vex stórum ;
Norðmenn eru farnir að setja sig þar niður til
verzlunar, en þó er það einkum síldarveiðin, sem þeir
stunda. Fiskiafii er fjarska mikiil á Seyðisfirði, og gæti
verið margfallt meiri, ef vel væri stundað. J>að sést
bezt hvað afiinn er mikill á því, að raenn birða hér
aldrei þorskhausa, en láta þá rotna með öðru slori í
stórum hrönnum í fjörunni, og er það hvorki prýði, þef-
gæði né heilsubót fyrir kaupstaðinn.
Frá Seyðisfiiði fór eg með Koinny til Akureyrar
•Andvari IX. (3