Andvari - 01.01.1883, Side 85
austurland.
83
vert yngri en hinar árnar, eða hún hetir ei myndað
djúpan farveg vegna þess, að hún hefir í fyrstu veri ð
mörgum breytingum undirorpin og runnið í ýmsum
farvegum hér og hvar, eins og jökulárnar i Skaptafells-
sýslum; auk þess er hallinn á hálendinu um það svið
eigi mikill; hefir allt þetta stuðlað að því, að áin rennur
eigi í djúpum dal eða gljúfrum.
Hálendi þessu má skipta í tvo hluta, vestari kaflinn
nær frá Skjálfandafljóti að Jökulsá á Fjöllum, en hinn
eystri þaðan að Jökulsá á Dal. Skjálfandafljót er eigi
svo vatnsmikið, sem við mætti búast eptir lengdinni.
Um miðjuna fyrir ofan Ljósavatn ber það á júlí-degi
3400 teningsfet af vatni fram á hverri sekúndu. Vatna-
svið þess er og fremur lítið (um 40 Q mílur). Jökulsá á
Fjöllum er hið lengsta og eitt af hinum vatnsmestu
fljótum á íslandi, af því að meginhluti vatns þess, er
fellur undan norðurrönd \ratnajökuls, leitar “þangað.
Jökulsá ber fram á sekúndu hverri 14500 teningsfet
af vatni, og er það vatnsmegn eigi miklum mun minna
en í þjórsá við fjórsárholt.*) Vatnasvið hennar er
nærri 100 □ mílur. Vatn frá norðausturhluta Vatna-
jökuls safnast í Jökulsá á Dal og Lagarfljót, vatnasvið
Jökulsár á Dal er 70 □ mílur, en Lagarfljóts 52 □
mílur. Allar þessar ár falla hér um bil beint til sævar
krókalítið, og kemur það af því, að hallinn á hálendinu er
svo jafn niður að sjó; þar sem svo er, sækir vatnið í
öllum löndum beint til sjóar, liver áin jafnhliða annari;
stærri þverár, sem í þær falla, reyna sem lengst að
falla jafnhliða aðalánni og renna svo loks í hana með
svo hvössu horni, sem unnt er. Árnar renna og beinar
þar sem hér um bil saina jarðmyndun er, eins og á
þessu sviði, en séu jarðlögin mishörð, verða þær krókótt-
‘) þar segir Hclland að vatnsmegnið sé 17531 teningsfet
á sekúndn eða nterri eins mikið og í Jökulsá á Fjöllum
og Skjalfandnfljóti til samans.
6*