Andvari - 01.01.1883, Síða 86
84
Ferð um
ari, því að farvegur vatnsins beygist frá hörðu klettun-
um til hinna linari.
Landspildan milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á
Fjöllum er uppi við Vatnajökul yfir 3000 fet á hæð,
sem fyrr var getið, en lækkar svo hægt og hægt, og er
orðin 1500 fet á Mývatnsöræfum; aptur er hálendið
uppi við jökulinn heldur lægra austan til, og því falla
ár þaðan dálítið til austurs. Vesturhluti hálendisspild-
unnar er, eins og allir vita, alþakinn hraunum hið
efra og eru háar brúnir á Ódáðahrauni bæði að vestan
niður undir Skjálfandafljót og að söndunum fyrir austan
Dyngjufjöll. í hraunum þessum eru ótal eldborgir,
gamlar og nýjar. Fyrir austan Ódáðabraun eru nokkur
hraun við Kverkfjöll, þá allar hraunbreiðurnar á Mývatns-
öræfum, nærri áfastar við Ódáðahraun, svo eru
hraunin við Mývatn, í Laxárdal, hraunin á Eeykjaheiði
og Skinnstakkahraun; öll hraunin eru fyrir vestan
Jökulsá á Fjöllum, nema liraunin hjá Presthólum. Á
sjálfu aust.urlandi hefi eg hvergi séð veruleg hraun;
það sem menn þar kalla hraun, eru að eins urðarbreiður,
hrjóstrugar og illar yfirferðar, en engin brunahraun.
Björn Gunnlaugsson hefir villzt á þessu nafni og litað
Sviðinhornahraun á uppdrætti íslands eins og þar hefði
brunnið, en þar er að eins urð og melöldur. Sama er
að segja um hraunblettinn, sem á uppdrættinum er
settur milli Beruness og Hafraness sunnan við Keyðar-
fjörð. í Loðmundarfirði og Húsavík eru líka rauðleitir
hraunblettiráuppdrættinum,en þangaðkomeg eigi, og veit
því eigi um þá; um slíka hluti er eigi hægt að dæma eptir
sögusögn manna, nema þeirra, er dálítið kunna í
jarðfræði.
Á milli Skjálfandaftjóts og Jökulsár á Fjöllum er
þá, eins og vér höfum séð, víðast hvar hraun ofan á,
en undir er nærri því alstaðar móberg, og kemur það
fram í hverju fjalli og hverjum tindi. Móberg er og