Andvari - 01.01.1883, Side 87
austurland.
85
undir jarðveginum nærri'austur að Jökulsá á Brú; tak-
mörkin milli þess og blágrýtisins er nokkru fyrir austan
Möðrudalsfjallgarðana, en þar er alstaðar roksandur og
lausagrjót efst í stað hraunanna vestur frá.
Móbergið er upprunalega ekkert annað en eld-
fjallaaska, er hefir komið fram við ótal gos á fyrri
tímum og svo smátt og smátt þéttzt og harðnað í þykk
iög. Sú aska, sem enn þá kemur úr eldfjöllum, er því
nær alveg eins bæði hvað efnasamsetningu heildarinnar
snertir og hinar einstöku steintegundir, sem í henni
eru. í móberginu eru glerkorn af efni, sem menn
kalla «palagónít" ; þau eru hálfgagnsæ, mórauð eða
rauðleit á lit með vaxgljáa; innan um þessi korn eru
krystallar af hinum sömu steintegundum, sem menu
finna í basaltinu. J>ó hafa öskulög þessi víða breyzt
töluvert af áhrifum lopts og lagar um langan tíma;
hafa sum efnin þvegizt úr, en önnur tekið breytingum
við það að snerta súrefni loptsins og önnur efni, er
vatnið ber með sér. Breytingar þessar á móberginu
sjást bezt þar sem sprungur eru; er bergið þá opt eins
og klofið í ótal smá stykki af örmjóum dekkri rákum,
þar sem súrefnið hefir haft áhrif á bergið; sumstaðar
eru 3prungurnar upp fylltar af hvítu efni (kalki eða
geislasteinum) og skiljast þær þá frá eins og örþunnar
hvítleitar flögur, en móbergið er þá í kúlum og
marghyrningum á milli. fetta er þó eigi nema á
einstaka stað. Opt er móbergið mjög líkt að útliti á
stóru svæði, en gerðin er þá opt misjöfn. Sumstaðar
eru kornin svo smá, að móbergið er nærri eins smá-
gert og leir, og lögin þá opt mislit (palagónít-túff), en
optast eru innan um smágerðara móbergið ótal stórir
og smáir basaltsteinar og hraunmolar (palagónít-breccie).
Móbergslögin eru ákaflega þykk; sumstaðar eru í þeim
margvíslega óreglulegar smábugður, líkt eins og á sand-
lögum við sjávarströnd. Mjög óvíða hafa orðið stór-