Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 90
88
Ferð um
í'yrir sunnan Stöðvarfjörð; tindar milli Breiðdals og
Berufjarðar eru og einkennilegir að lögun, eu töluvert
frábrugðnir hinum og liggur það í jarðmynduninni, því
að þar er víða líparít, en við Stöðvarfjörð svo að segja
eintómt basalt. Ef Austíirðir eru bornir saman við
Vestfirði, þá er á austurlandi víðast meira undirlendi
við firðina og fjöllin miklu tindóttari og meir sundur-
etin. ^etta kemur eflaust til af því, að á Austfjörðum
rignir miklu meira en fyrir vestan, en þar sem meira
vatn fellur úr lopti verða áhrifin meiri á bergtegundirnar,
meira rífst í sundur og meira berst niður í dalina.
Skörðin yfir þessar kvíslir liggja opt injög hátt. Upp
af flestum fjörðum ganga lægðir (heiðar) yfir aðalhrygg-
inn þveran, og eru þær víðast tæp 2000 fet yfir sjávar-
fiöt, (Breiðdalsheiði er t. d. 1479 fet, Fjarðarheiði 1992,
Vestdalsheiði 1853).
Aðalefnið í öllum Austfjörðum er basalt (stalla-
grjót, blágrýti) og sama efni er og í tungunni milli
Jökuldals og Ffjótsdals. Basaltið or samsafn af smáum
steinkrystöllum (plagíoklas, olívín, ágít og seguljárn);
en af því að mismunandi mikið er af hverri steiutegund á
hverjum stað og hvert steinkorn mismunandi að stærð,
þá leiðir af því, að basaltið getur verið ýmislegt að
útliti, og má því skipta því í margar undirdeildir. Ef
icornin eru allstór, svo að þau sjást glögglega, er bas-
altið kallað dólerít; séu þau svo lítii, að menn rétt að
eins geti greint þau með berum augum; heitir það
anamesít; só korniusvosmá, aðþaurenna saman fyrir aug-
anu og sjást að eins í sjónauka, þá kemur fram eigin-
legt bléigrýti. Basalttegundirnar eru allar mjög dökkar
á lit, í þyngra lagi í samanburði við aðrar bergtegundir
eðlis þyngdin (2,8—3,1) og í þeim er töluvert af járn-
samböndum (14—16%). Opt eru í basaltinu smáholur,
sem myndazt hafa af gufum, er basaltið var glóandi
hraunleðja; seinna hefir vatn ár eptir ár, og öld eptir