Andvari - 01.01.1883, Page 93
austurland.
91
með að vinna á þeim en iárettu lögunum, þeir eru opt-
ast klofnir í þverstuðla, stundum klykkjóttir og bognir
og fylgja þá stuðlarnir bugðunum; þar sem í rönd þeirra
sést á sléttu landi, eru þeir opt eins og tröllslegir garðar
eða eins og bryggjur fram í sjó, eins og t. d. bjá Hafra-
nesi við Keyðarfjörð, við Breiðdalsvík og víðar. Sum-
staðar hafa lækir og gil brotizt gegn um fjallshlíðar, þar
sem gangar eru; ganggrjótið befir verið harðara, og standa
þá basalthleinar langt út í gilið tilbeggja hliða. Sumstaðar
er það auðséð, að hraunleðjan, sem upp um sprunguruar
hefir ollið, hefir runnið út til beggja kliða og myndað
basaltlög ofan á þeim lögum, sem áður vóru. Á ein-
staka stað ganga þeir eins og fleigar upp í efri lögin, og
eru þá digrir neðst. en mjókka er ofar dregur, sprungan
hefir þá ei náð upp úr, þetta sá eg t. d. í helli við ströndina
rétt fyrir innan Djúpavog. Hér og hvar er glerað, svart
grjót (tachylyt) á takmörkum basaltganganna, og hefir
það myndazt við snögga kólnun, er eldleðjan brauzt
upp um sprungurnar.
J>að er eigi gott að segja beinlínis, á hverjum tíma
basaltið hefir myndazt á hverjum stað, og að skipta
myndunum þessum niður í kafla eptir aldri. Hið eina,
sem notað verður til þess að ákveða aldurinn, eru surt-
arbrandslögin, en þau eru á austurlandi fá og lítil.
par sem surtarbrandur er, liggur hann vanalega í þunnum
móbergslögum milli blágrýtisstallanna. fíf mæld væri
víða um land hæð surtarbrandslnganna yfir sjó og stein-
gjörvingar í þeim eða við þau skoðaðir, mætti líklega
finna eitthvert lögmál, er þau fylgdu í legu sinni, og
mætti þá skipta blágrýtislögunum í kafla eptir surtar-
brandslögunum, er að þeim liggja. Á vesturlandi fylgja
surtarbrandslögin vísu lögmáli og eru á þrenns konar
hæð yfir sjó, eins og rákir kring um firðina. Neðsta
lagið er rétt niður við sjó, hið næsta 150 fet yfir sjávar-
flöt og hið efsta 600 fet. Surtarbrandslögin innst í