Andvari - 01.01.1883, Page 95
austurland.
93
bergtegund nær eigi yfir nærri eins stórt svið sem basalt
og móberg; bún er að eins í blettum hér og hvar, lög
inni á milli basaltlaganna og sumstaðar gangar úr henni
gegn um basaltið; hitt er þó miklu tíðara, að ótal basalt-
gangar ganga þvert og endilangt gegn um líparítinn og
er það þá opt mjög einkennileg sjón, að sjá mjallahvítt
berg með kolsvörtum rákum í [allar áttir. Útiit líparíts-
ins getur stundum verið rnjög einkenuilegt, það er jafn-
vel á einstaka stað nærri því eins og granít að útliti
og allri samsetningu; björg úr slíkum granítkenndum
steini sá og t. d. í fjöllunum fyrir sunnan Breiðdalinn.
Innan um líparítinn er mjög víða biksteinn með alls
konar litum, og er hann ummyndaður líparít, og hefir
orðið gleraður við snögga kólnun.
Líparít fann eg víða fyrir austan og á mörgum
stöðum, þar sem har.n var eigi áður þekktur. Á þessum
stöðum er líparít á austurlandi: á Hellisheiði fyrir sunnan
Vopnafjörð, í Borgarfirði, í Húsavík og Álptavík, í Skála-
nesi fyrir sunnan Seyðisfjörð, í Barðsneshorni og Kauðu.
björgum; norðan við Reyðarfjörð milli Eskifjarðar og
Helgustaða eru leirkenndar líparítflögur við sjóinn ; líparít
er í Sandfolli við Skriðdal og í fjöllunum þar í kring
fyrir norðan jpórdalsheiði, sunnan við Reyðarfjörð í svo-
kölluðum Breiðdal upp afHafranesi; við Fáskrúðsfjörð er
líparít að norðanverðu fyrir ofan Brimnesgerði og í
Kappeyrarmúla, sunnan við fjörðinn í Sandfelli og
líparítgangur fyrir innan Merki, við Stöðvarfjörð norðan
í Lambafjalli sunnan við fjörðinn; líparítgangar eru
norðan við Breiðdalsvík, og mjög mikið er af honum í
fjöllunum norðan við Berufjarðarskarð gagnvart Höskulds-
stöðum; líparítgangur er og í Berufirði rétt fyrir innan
Berufjarðarbæ og eins hjá Búlandsnesi; þá er Rauða-
skriða við Hamarsfjörð; líparít er og víða á Melrakka-
nesi og hér og hvar upp um allan Geithellnadal, eins í
Hofsdal og í Kollumúla við Víðidal; sama bergtegundin