Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 96
94
Ferð um
er og mjög víða í Lónsfjöllunum. Lausagrjót af merki-
legri bergtegund gabbró, sem almennt telst til hinna
elztu bergtegunda á jörð vorri, er töluvert algengt við
austurlands jöklana og kemur undan þeim. Gabbró
hefir þó eigi fundizt í föstu bergi nema 1881 af hinum
norska jarðfræðingi Amund Helland; hann fann hana
í Vesturhorni við Papós, og er það mjög merkilegt fyrir
jarðfræði íslands.
Vér höfum nú séð, að aðalefnin í austurlandi eru
basalt og líparít, en ofan á þessum bergtegundum liggja
yngri myndanir, og koma þá fyrst og fremst til skoðunar
menjar ísaldarinnar. Alstaðar uppi á heiðum cr jarð-
vegurinn hulinn lausagrjóti, stórgrýti, urð og möl; næst
jöklunum eru víða melöldur og leirsléttur, og er þetta allt
meira og minna að kenna áhrifum íss og vatns; melar
og holt eru þó eigi eins algeng á austurlandi eins og
á sléttlendinu fyrir sunnan. |>að er auðséð, að ís hefir
þakið allt austurland á ísöldinni, og að skriðjökull hefir
gengið út hvern dal; ísrákir sjást mjög víða á klettum,
og ganga þær eptir dalstefnunni; klettar eru víða fágaðir
og kollóttir eptir ísganginn (roehées moutonnées); leirlög
undarr jöklunum eru víða í dalbotnunum og stór björg
hafa borizt langar leiðir og liggja svo á lausri möl,
reist á rönd eða á hlóðum langt frá átthögum sínum;
slíkt sést t. d. austast á Jökuldalsheiði nálægt í>verár-
vatni og víðar ísrákirnar eru eigi alstaðar jafnglöggar;
þar sem loptið hefir um langan tíma verkað á þær, eru
þær máðar og óglöggar, af því að bergið er farið að
etast í sundur, en þar sem grassvörður eða leir hefir
hlíft þeim, eru þær einkar-glöggar og fagrar. Aðalstefna
rákanna hefir orðið eins og hreyfing íssins frá hærri
hlutum landsins til hinna lægri, og stefna þær því optast
niður að sjó.
fað er auðséð, að dalirnir og firðirnir hafa skorizt
gegn um jarðlögin, án þess að þau hafi raskazt nokkuð.