Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 99
97
III.
Um hinn lærða skóla á íslandi.
• Tímavnir breytast og mennirnir með» segir spak-
mælið, og liygg jeg, að eingum detti í lnig að neita að
svo sje. Hitt getur verið að mönnum komi eigi ásamt,
um, hvernig þeir breytast, eður hvort þeir breytist til
h ns betra eða hins verra. fað er sagt, að viðkvæði
gömlu mannanna sje jafnaðarlega: «betra var það í
ungdæmi mínu», um leið og þeir hrista höfuðið yiir
einhverri n}'jung, sem upp kemur, og yfiræskunni, sem
hamast af óþolinmæði og framfýsi; það er optlega talað
um gömlu gullaldirnir, og öll þau gæði, alla þá dýrð,
sem þá haíi verið uppi, og um leið og menn svo bera
lof á góðu gömlu tímana, þá hættir þeim við að hiaða
niður hnjóðsyrðum til seinni tímanna og enda mest
sinna eiginna tíma. Ef það, sem þessir menn segðu,
væri satt, þá væri það sorglegur sannleiki. En jeg heid
að ef að er gáð, þá hverfi æðimikið af þessum harma-
gráti og hjaðni, og að sú verði enda raunin á, að því sje
allt öðruvísi varið; þessir gömlu monn, sem svo tala,
(það eru sem betur fer ekki allir, sem gera það) hafa í
æsku sinni numiö þá og þá iðn, sogið inn í sig þær og
þær kenningar, og «smekkurinn sá sem kemst í ker,
keiminn lengi eptir ber»; eptir að þeir eru svo og svo
'nargra ára gamlir orðnir, þá leggja þeir árar í bát, þá
eru þeir búnir að safna í kornhlöðu nægum lífsvistum,
þeir eru búnir að læra allt sem þeir þurftu að nema,
til þess að geta lifað; ef svo kemur eittbvað nýrra, þá
Andvari !X. 7