Andvari - 01.01.1883, Síða 111
á Islandi.
109
af nýju málunum gagnkennt, og það er djöfnuður; nú
má latínan valla missast alveg, eins og áður er sagt; að
grísku er hins vegar ekki jafnmikið beinlínis og veru-
legt gagn fyrir lífið, og það er þó það sem fyrst og
fremst af öllu ber að taka til greina; hver sem kann
og skilur þýzku, á þar að auk alhægt með að lesa
þýðingar af hinum ágætu ritum Forngrikkja, og þannig
haft þeirra jafnmikil not, eins og þó að þeir ættu að
stafa sig fram úr þeim á fornmálinu; og mál á eigi
að læra sakir sjálfra þeirra, heldur rita þeirra, er á
þeim eru samin, málin er ekki mark heldur meðal.
Nú vil jeg þó ekki sleppa grísku með öllu, með því
líka að margir (allir sem ætla að verða prestar ofl.)
þurfaáþvímáliað halda; en tilþess að hlaða ekkiofmörgum
skyldugreinumáskó]ann,afþeimorsökum ogmeginreglu, sem
jeg fylgi í grein þessari, þá vil jeg bera það undir skyn-
samra manna ráð, hvort það mundi ekki farsælt verða,
að haga kennslunni í grísku svo, að í 2. beklc sje hverj-
um heimilt að velja um grisku og fraJcJcnesJm; það
er ekki hætt við því, að allir myndu nema frakknesku
eingöngu, ekki t. a. m. þeir, sem ætla sjer að verða
prestar eða málfræðingar; aptur yrðu þeir, sem ætla sjer
að verða lögfræðingar, lausir við þá grein, sem þeir
hafa framvegis lítil not af; enn fremur er með þessu
frakkneska í rauninni tekin fram yfir ensku, og mun
það koma sumum vel. Nú kunna einhverjir í efr i
bekkjunum að vilja nema bæði málin, og þá er skóla-
stjóra innan handar að haga stundum svo, að þeir fái
ósk sína fyllta.
Stílar hafa aldrei í grísku gervir verið, og þarf eigi
þaðaðóttast, aðþeirkomiupp;stílarí latínu eru gervir einu
sinni á vikuí4 neðstu bekkjunum; en til hvers?, er mjer nú
spurn ; «í þeim tilgangi að þeir læri betur að skilja málið»
svarar reglugjörðin alls ósmeik. Hví skipaði þá eigi reglu-
gjörðin hið sama við ensku og frakknesku, sem henni þykir
þósvovæntum, einkum frakknesku?. Eða þarf þess eigi?.