Andvari - 01.01.1883, Page 113
á íslandi.
111
verið kennt; það kafa, eins og nærri má geta, verið
lærð ágrip eða stuttar kennslubækur, — enda stendur
«yfirlit« í reglugjörðinni —, en þessar bækur eru svo
lagaðar, að þær eru ekki annað en bold- og blóð-laus
boinagrind; í bókmennlasögunni t. a. m. eru taldir upp
menn í hverri fræðigrein, fæðingarár þeirra og dauða-
ár, ef þau eru kunnug, og lítið meira um ævi þeirra,
svo upptalning á ritum þeirra og hvenær þau haíi bjer
um bil samin verið; hvort þau sje til enn og bvað
mikið af þeim, og í hvað mörgum bókum (eða kap-
ítulum) þau sje, en um efnið lœrir maður — elckert;
þess konar lærdómur er verri en ekki neitt, því að þó
að maður kunni í svipinn eittkvað af þessu, er það gleymt
og horfið deginum eptir; það er afleiðingin af ágripskennsl-
unni, í hverju sem er. fess konar bækur eru einskis
virði, og þær bækur, sem hafðar hafa verið, eru þar að
auk svo, að valla er bægt að fá verri, þurrari og leið-
inlegri; það er eins og skólastjórnin skipti sjer ekkert
af því, hvaða bækur sje lesnar, birði ekkert um að fá
betri, eða fá að vita, bvort elcki sje til nýjari og betri
bækur (þetta má segja yfir böfuð að tala um nálega
allar námsgreinir), og yngri kennararnir, sem ætti þó
fremur að þekkja yngri bækur og betri, hafa heldur
ekki þotið upp, til þess að kippaþessu í liðinn. En er
mjer aptur spurn: hvers vegna þarf að læra sjerstaklega
ágrip af öllum þessum sex aukagreinum, sem taldar
vóru áðan ?, og hví er eigi slíkt hið sama heimtað, jeg
vil segja t. d. í íslenzku?; hví má eigi kenna dálítið
um stjórnarskipun og goðafræði Islands að fornu?, og
stæði það oss þó töluvert nær. Hjer fæst elckert svar
bjá reglugjörðinni, og jeg get beldur ekki svarað þeirri
spurningu, öðruvísi en með því, að sjerstaklega skuli
alls ekki lærð eða kennd nein af þessum 6 (3 í grísku
og þremur í latínu). En á maður þá ekkort að fá að
vita um menn sem Hómer, Sólon, skáldin miklu, De-