Andvari - 01.01.1883, Side 114
112
Um hiim ærða skóla
mosþenes mælskusnillinginn, söguriiarana frægu og alla
hina ágætu heimspekinga?. Jú, og ligg;ja þar til tvenn
svör; í fyrsta lagi er það nokkurn veginn víst, að mjög
margt eða flest allt af því, sem merkast er og be/.t að vita,
kemur fyrir einmiit í því sem lesið er, og þá á
kennarinn að gefa ljósa og fulla skýringu eða lýsingu á
því; sje Sólon t. a. m, nefndur, á að segja fyllilega allt
hvað hann hafi gert, og hvert gildi verk hans höfðu fyrir
Aþenulýð; þannig fengist Ijósari og skýrari þekking, og
hlyti slík aðferð að verða happasæl og heilladrýgri en
sú, að læra eitthvað smávegis og ágripslegt um liann í
stjórnskipunarsögu Grikkja; enda mundu piltarogmuna
slíkt miklu betur. í annan stað fá piltar mjög mikið
að vita t. a. m. um stjórnarskipun fornþjóðanna í al-
mennu sögunni.
íslenzka. Um hana hefi jeg ekki svo mikið að
segja, því að ef því er trúlega fylgt, sem reglugjörðin
krefur um kennslu í henni, þá er hún í nokkurn veginn
ákjósanlegu lagi. Jeg vil að eins minna á, að eins og
stjórnarskipun Grikkja og Kómverja er talin auka-
grein við latínu og grísku, eins mœtti telja til ís-
lenzkunnar kennslu í helztu atriðum stjórnarskipunar
íslands, að minnsta kosti að fornu.
Um dönsku get jeg þess, að jeg hefi eigi getað
sjeð, hvers vegna hún skuli kennd um allan skólann;
jeg efast ekki um, að litlar verði framfarir í því máli
tvö síðustu árin, allra helzt ef nokkurrar undirstöðukunn-
áttu er krafizt til inntökuprófs; ekki veit jeg heldur
til þess, að sögur fari af því, að skortur á kunnáttu í
dönsku liafi í nokkuru táhnuð framförum ísl. háskóla-
pilta, og enn miklu síður annara, að undanförnn; og að
læra bókmenntasögu Dana álít jeg með öllu óþarft og
gagnslaust; hún er ekki sjerlega menntandi, og sýnir
lítið meira en andlega örbirgð, hvert sem litið er, fyrr
en á síðara hlut fyrri aldar og þessari öld, og svo stökn