Andvari - 01.01.1883, Page 115
á íslandi.
113
menn þar að auk, t. a. m. Holberg, og hann er þó
norðmaður, og mætti hjer eins fara að og í iatínu og
grísku; jeg geri ráð fyrir því, að einhver lestrarbdk
verði lesin með úrvali eptir höfunda, og þá ætti og
mætti, jafndtt og þeir koma, skýra frá æviferli
þeirra og ritstörfum, og ganga eptir því að piltar
vissi það.
Jeg vil nú hverfa frá málunum og tala um hinar
kennslugreinarnar, þannig að jeg sleppi teiknun, «riti»
og ieikfimi, en þær eru 7:
«trúbrögð»
<>sagn»fræði
«land»fræði
«stærð»fræði
eðlisfræði
náttúrusaga
söngur.
Til allra þessara greina, er fiestar eru mjög merkar
og víðáttumiklar, er að eins varið 10 vikustundum meir
en til latínu og grísku, og kemur þar enn ljdslega fram
ójöfnuðurinn, sem jeg benti á fyrr. Jeg skal nú fara
fáum orðum um þessar greinir, og skipta þeim niður í
ýmsa flokka, þanníg að jeg tel saman sögu og landa-
frceði, eðlisfræði og náttúrusögu, þá trúarfrœði,
þá s'úng.
Saga og landafræði.
Saga er kennd 2 stundir í 1. bekk, 3 í 2., 3., 4. og
6. bekk og 4 í 5.; sagan er einhver afþeim stærstu og
merkustu kennslugreinum, og sú er einna mest menntar
mannlega sálu, því að í rauninni er hún ekkert annað
en sagan um framfarir tíðanna og mannssálarinnar;
hjer af leiðir þá aptur, að sögukennslan ætti meira að
taka tillit til hinna andiegu framfara, menntunar, í-
þrótta og vísinda en gert er, en hernaðarsögunni má
þó eigi með öllu sleppa, en má, að því er jeg bygg,
skemmri vera, en sú saga er nú er kennd; (jeg verð að
skjóta því hjer inn, að jeg álít það mjög góða bók, sem
lesin er nú, vel og skýrt sagða, og álít hana með beztu
Andvati IX. 8