Andvari - 01.01.1883, Síða 120
118
Dm hinn lærða skóla
notalegt; jeg býst við því, að menn biðji guð að hjálpa sjer
og mjer, ef jeg legg það til að sieppa benni alveg. Jeg bygg
þó að það sje í rauninni rjettast, og skal jeg nú reyna að
færa nokkur rök að þeirri skoðun. Eins og latínunámið sem
nú er, er afleiðing og áframhald bins mikla latínulær-
dóms frá þeim tímum, þegar latínan var svo að segja
hin einasta námsgrein er kennd var, eins er og með
guðfræðiskennsluna; áður en prestaskóli kom á ísland,
var latínuskólinn beinlínis kennsluskóli fyrir prestaefni
eða guðfræðinga; þeir sem vóru fullnumar þaðan, gátu
þegar sótt um brauð og fengið það; þar af leiddi, sem
vonlegt var, að — auk latínunnar — var guðfræðin
aðalnámsgreinin; latínuskólinn var um leið prestaskóli;
nú þegar sjerstakur prestaskóli var stofnaður (1847),
þurfti eigi jafnmikla guðfræðis kennslu í latínuskólanum;
en við því var eigi að búast á þeim tímum, að stórkost-
leg breyting yrði á ger, enda skipar reglugjörðin 1850,
að kenna skuli »biblíusögur«, »kristilegan trúar)ærdóm«,
•yíirgripsmeiri og vísindalegri, því lengra sem piltarnir
komast áfram«. »Samfara guðfræðiskennslunni á að
vera biblíulestur, og í fjórða bekk skal lesa í Nýja-
testamentinu á frummálinu«. Sem allir munu sjá mega,
er þetta ekki svo langt frá því sem áður var, það er
eiginlega það sama, en styttra. Fram að nýju reglu-
gjörðinni (1877) var kennt Herslebs stóru biblíusögur,
Liscós trúarjátning og svo lesið eitt guðspjall á frummál-
inu; síðan er hjer um bil það sama lesið nema á islenzku
sem áður var á grísku, og þar að auk ágrip af
kirkjusögu. Hjer má nú segja að sje sömu stefnunni
fram baldið sem fyrr. En hjer um má nú margt scgja.
í fyrsta lagi er það ekki mark skólans að gera neinn að
sjerstökum guðfræðingi, ekki fremur en t. a. m. mál-
fræðingi eða lögfræðingi, og getur ekki verið það;
það því síður sem sjerstakur skóli er til fyrir prestaefni.
í annan stað eru menn í barnakverinu einmitt búnir að