Andvari - 01.01.1883, Síða 121
á íplandi.
119
læra allt hið sama í rauninni, sem kennt er aukið og
fjölyrt í skólabókinni (Liscósbók); nýja trúarlærdóma
ber þar ekki fyrir trúarinnar augu, og dýpri eða Ijósari
skilning á guðdóminum er ekki að tala um, því að
slíkt er ekki skilnings heldur trúar. J>ar á móti hefi
jeg nokkura reynslu fyrir því, að það getur verið hættu-
legt fyrir trúna, að lesa kennsluhækur, sem eigaaðskýra
vísindalega og »lært. það sem er upp yfir öll vísindi
hafið; það er hætt við að skynsemin og hennar sundur-
tætandi rannsóknaraíi fái of mikið ráðrúm, og of opt
ástæðu til þess, að fetta fingur út í sitt hvað, sem í bók-
unum stendur, og árangurinn verður allur annar, en
hann á að vera. f>að loðir lengstum fastast í huga
manns, sem í barnæskunni er numið; börnin læra kverið,
fá háleitar hugsanir um guðdóminn og optast ríka trú
þarmeð; það væri synd að spilla henni seinna með þurr-
um kennslubókum og andlausum utanaðlærdómi, sem
hingað til hefir átt sjer stað. Af honum getur ekki
hlotizt neitt hollt, heldur þvert á móti, og ýmsar skýr-
ingar og kreddur guðfræðinga væri betur ólærðar en
lærðar. Áf öllu þessu sje jeg ekki betur, en að guðfræðis-
kennsla megi alveg hverfa að öllum skaðlausum. Komi
einhver í skóla ófermdur, þarf hann ekki að liafa neitt
sjerlegt fyrir því, að halda kverinu við utan skóla þang-
að til hann fermist. S'ógu Gyðingaþjóðar er engin
þörf að nema sjerstaklega; hún sýnir »handleiðslu guðs
á heiminum« ekkert betur en hver önnur, og er í fiesta
staði ómerkileg. Um stöku menn (Móses, Davíð) á að
kenna þoim, því að þeir eru merkir menn — ekki að
eins í Gyðingasögu heldur — í mannkynssögunni.
Eptir þessu sem jeg nú hefi hjer fram sett, ætti
stundum að vera skipað í skólanum svo sem svo: