Andvari - 01.01.1883, Page 124
122
Um hinn lærða skóla
að verða stjórnfræðingar eða því um líkt, heldur að
eins að gefa þeim vitneskju um það, sem mest á ríður
fyrir hverja þjóð að vita, hvernig æðstu iandstjórn liennar
er farið; það er furða t.it þess að vita, að margur skuli
sá úr skóla fara, er eigi þekkir slíkt; nú má svara
þessu svo, að slíkt heyri undir Islands sögu, og er það
að sumu leyti satt; saga Islands mundi drepa á stjórnar-
skrána, og segja hvenær hún hefði fengizt, en að fara
að skýra hana og enn síður önnur lög myndi hún alls
ekki gera; fyrir því er ekki óþarfi að taka slíkt sjer á
parti, heklur nauðsynlegt, ef slíkt á annars að takast í
mál, en því get jeg eigi sjeð neitt til hindrunar, því eins
og jeg sagði, það á ekki að miða til þess að gera pilta
að stjórnfræðingum eður stjórndeiluvitringum.
Jeg hefi nú talað um kennsluna og reglugjörðina og
hefi jeg fjölyrt töluvert um það, endaerþað miklu merk-
astur kaflinn; en þó hefði rækilegar mátt um það
segja, en jeg hefi gert. Jeg ætla nú að snúa mjer að
því, sem stendur í nánustu sambandi við þenuan kafla,
en það er
undirbúningur
pi'ta undir skóla; 3. grein reglugjörðarinnar er um hann,
2. stafiiður; hann hljóðar svo:
«2, að hann gangi undir próf, er sýni, a, að hann
sje læs og skrifandi og riti móðurmál sitt stórlýtalaustn,
(og hefi jeg ekkert út á það að setja; heldur ekki staflið-
inn b (um dönsku; 50 siður (í stað 100) væri reyndar
kappsnóg).
«c, að hann hafi numið aðalafriði hinnar latinsku
mállýsingar, oggeti lagt út latínuáíslenzku úrlesnum kafla,
sem svarar hjer um bil 100 blaðsíðum í 8 blaða broti«.
fenna statlið vil jeg alveg láta fella brott, og það
af ástæðum, sem felast í því, sem jeg hefi áður sagt um
latínu; þetta ákvæði er svo hvort sem er ekki annað en
leifar af latínuríkinu gamla, sem nú er hjaðnað. En í