Andvari - 01.01.1883, Side 127
á Islandi.
125
borðunum og lesa þeir að eins er þeir hyggja, að þeir
muni verða yfirheyrðir; þetta getur nú kennarinn að
vísu mikið hindrað en naumast algjörlega, einkum ef
margir eru í bekk; iijer af sjest því, að daglegar ein-
Jcunnir eru eigi að eins óþarfar, heldur og beinlínis skað-
legar. Aptur á móti er ekkert því til fyrirstöðu, að
gefnar væri mánaðareinkunnir eða ein einkunn fyrir
tvo mánuði í hverri grein, eins og jeg veit að á sjer
stað víða hjer erlendis.
Eptir öllu því, sem jeg hefi nú ritað, ætti greinir
þær í reglugjörðinni, sem hjer koma til greina, að breyt-
ast sem svo:
3. grein.
Áður en nokkur kemst í skólann verður hann að
sýna vitnisburð um það, að siðferði hans sje óspillt.
Til þess að piltur verði tekinn í neðsta bekk, er
þess krafizt:
1. að hann sje eigi yngri en 12 ára og að liann
sje bólusettur, og skal hann því afhenda skólastjóra
skírhar- og bólusetningarvottorð, áður en honum leyíist
að ganga undir inntökuprófið
2. að hann gangi undir próf, er sýni,
a. að hann sje læs og skrifandi og riti móðurmál
sitt iýtah'tið.
b. að hann geti lagt út dönsku á íslenzku úr
lesnum kafla, sem sje svo sem 100 blaðsíður í 8 blaða
broti.
c. að hann geti lagt út þýzku á íslenzku úr
lesnum kafla, sem sje ekki minni en 50 síður í 8
blaða broti,
d. að hann hafi numlð landafræði íslands alla að
minnsta kosti.
e. að hann hafi numið íslands sögu, eða greinilega
fornaldarsögu íslands, eða einhverja merka smákafla úr
almennu söguntii.