Andvari - 01.01.1883, Page 128
126
Um hinn lærða skóla
f. að liann hafi numið hinar svo nefndu fjdrar
aðalgreinir talnafræðinnar í heilu og brotnu osfrv.
4. grein.
2. Danska. Hana á að kenna í 4 fyrstu bekkj-
unum. Eiga piltar að verða leiknir í því, að þýða dönsku
og rita hana rjett.
3. Enska. Hana skal kenna piltum 2 síðustu árin.
4. Frakkneska. Hana skal kenna í 5. efri bekkj-
um þeim er þess æskja í stað grísku.
5. þýzka. Hana skal kenna í öllum bekkjum.
6. Latína. Hana skal kenna í öllum bekkjum.
Piltar eiga að kynnast hinum beztu af hinum latínsku
rithöfundum, og skulu því lesa hæfilega mikið í þeim
bæði í bundinni og óbundinni ræðu, þannig að nolckuð
sje lesið nákvæmlega og nokkuð liraðlesið; (það er lesa
skal, verður til tekið í 13. gr. hjer á eptir).
7. Gríska. Keunsla í henni skal byrja í öðrum
bekk og halda áfram gegn um allan skólann fyrir þá
sem þess æskja fyrir frönsku. Hve mikið skuli lesa í
henni, verður sagt í 13. gr.
8. grein um «trúarbrcgðin» falli brott.
9. og 10. grein (nú 8. og 9.) um «sagnafræði» og
<ilandafræði» haldist óbreytt.
10. Etærðafræði og reikningslist. Talnafræði skal
kenna um alla bekki skólans þannig að kenna skal:
samlagning, frádragning, margföldun og deiling,
að hefja upp í veldi, rótarútdrátt með útljstun á pósi-
tívum, negatívum, heilum og brotnum, ratiónölum og
irratiónölum, reellum og imaginerum slærðum, er geta
fyrir komið í þessum reikningstegundum, aðalsetningarnar
um eiginlegleika talnanna,. tugabrot, próportiónir og
prógressíónir, lógariþma og verklega notkun þeirra, og
þar með samsettan rentureikning; líkingar fyrsla og
annars stigs, hinar fyrr nefndu bæði með einni ogfleiium
•ókunnum slærðum.