Andvari - 01.01.1883, Page 132
130
Um hinn lærda skóla
til annarar — ............40 stig
- þriðju — ...........29 —
Ýmsum smábreytingum, sem hljóta að verða á,
hefi jeg hjer sleppt, af því að þær liggja í augum uppi
og leiða beinlínis af öðrum.
Jeg bið nú alla menn, sem lesa þessa ritgjörð og
einkum þá sem lilut eiga að máli, að segja ekki, að
það sem jeg hjer hefi að framan ritað, sje heimska,
fyrr en þeir eru búnir að hugsa sig vel um, og
þykjast geta leitt gild rök að því, að svo sje. Jeg hefi
farið eptir því, sem jeg hefi álitið að væri Islandi til
beztra heilla; jeg hefi yiljaö sýna, að það er einskisvirði,
að lcera það, sem maður hefir ekki'full eða engin not af,
og að það er hetra að lcera fátt gagnlegt og vel, en
margt og allt Ijelega, og því gagnslítið. |>að er ætíð
betra, að eiga góðan vaðmálskufl, þótt hann sje ekki
glitrandi, heldur en skjóllausa yfirhöfn með silkiborðum
og öðru glingri á.
II.
En það er nú ekki nóg, að lærði skólinn sjái um
kennsluna eina, og að kennslugreinunum sje skipað nokk-
urn veginn vel og nytsamlega, heldur þarf skólinu og
að vera nokkurs lconar siðameistari eða siðakennari.
Lærisveinar haus eiga og að upp alast við siðvendi og
til kurteislegs látbragðs af skólanum eða með Oðrum
orðum af kennurunum; þeir eru þeim í feðra og foreldra
stað að því leyti; fyrir því mega kenuararnir ekki hafa
neitt ljótt fyrir sínum lærisveinum, sízt það, sem skóla-
piltum er strangast refsað fyrir, ef þeir gera sig seka í
því,t. a. m. drykkjuskap, óviðurkvæmilegt orðbragð ofl.; því
að ekki getur kennari, sem annan hvern dag er drukkiun,
vandað um við pilta með þeirri alvöru og áhrifum, sem
þarf; eigi að heimta hreinlífi í orði og athöfn af læri-