Andvari - 01.01.1883, Page 135
á l'slandi.
133
stjóra og á hans ábyrgð hafi á hendi alla umsjón bæði með
húsinu og piltum og umönnun alla og framkvæmd alls þess>
sem skólinn þarf með og sjeu laun hans 1700 krónur.
En til vara:
Að landshöfðingi annist um að skipaður verði áreið-
anlegur maður dyravörður skólans með 1000 kr. launum
og hafi hann á hendi allaumsjónmeðskólahúsinu», osfrv...
en aðalumsjón með piltum sje falin á hendur einum
kennara skólans endurgjaldslaust», osfrv. — Aðaltillaga
nefndar þessar er svo skynsamleg og ástæðurnar fyrir henni
svo rækilegar og sannar, að það gegnir furðu stórri, að
hún skyldi ekki vera samþykkt af alþingi, og bágt lil
þess að vita, að það skyldi ekki vera gert; þá lieíði lík-
lega mikið af því óstandi, sem nú er í skólanum, aldrei
komið upp. En í stað þess að samþykkja aðaltillöguna
er varatillagan samþykkt óbreytt í báðum deildum.
fegar vjer lítum á störf hinna föstu kennara, þá
má segja, að þau sje svo víðáttumikil, að á þau sje
eigi bætanda; þeir hafa flestir haft 4—6 stunda vinnu
fyrri hluta, dags og heima hjá sjer síðara hlutann hafa
þeir ritgjörðir og þess konar að leiðijetta. Ef nú fastur
kennari hefir annarleg störf á hendi, svo sem umsjón,
þá verður hann að tví- eða þrískipta sjer, eina stundina
er hann kennari, aðra umsjónarmaður og þriðju dyra-
vörður. jpetta gæti nú fyrst og fremst orðið til þess, að
hann legði alúð við eitt öðru fremur og vanrækti annað,
en hver af þessum sýslunum er svo mikils verð, að
hún má eigi vanhirðast. Annað er það, að ef kennarinn,
sem er um leið umsjónarmaður, gerir eitthvað í umsjón
sinni, sem er ógætilegt og verður óþokkað af piltum,
þá er hætt við því, að liann verði og óþokkaður
kennari, þó að í rauninni sje ekkert eða lítið út á
kennslu lians að setja; það er ómögulegt fyrir pilta, að
greina þær tvær persónur í einni eining. En eptir því
sem til er ætlazt, á jafnan sá kennarinn, er yngstur