Andvari - 01.01.1883, Síða 139
Uni merki íslands.
137
yfirsmiðs og skaut náðarsamlrgast loku fyrir þessa bylt-
ingartilraun þingsins.
Nú má búast við, að þegar alþingi kemur saman í
sumar, þá muni það iinna sjer skylt að gera enn meiri
gangskör að, að fá vilja og rjettri kröfu þjóðarinnar
framgengt. Jeg vil því leyfa mjer að benda á nokkur
atriði í þessu máli, sem jeg ætla að almenningi sjeu
ekki fullljós, eptir því að dæma, sem fram hefir komið í
blaðagreinum alt til þessa.
þ>egar á ofanverðum miðöldunum var sú venja á
komin einnig á Norðurlöndum, að borgir og fjelög, stærri
og smærri, hefðu hver sitt merki og innsigli, er þá fór
jafnan saman og táknaði hið sama; og hafa margar
borgir haldið sínum fornu merkjum alt til þessa dags;
merki og innsigli Kaupmannahafnar er t. d. 3 turnar.
Enn af merki íslands hafa menn fyrst sögur um miðbik
16. aldar, og mun það þó án efa vera landsins fyrsta
merki eða innsigli. fetta innsigli sendi Kristján 3.
Dauakonungur til íslands með Láriz Múla, fógeta, um
vorið 1550, ásamt brjefi dags. 28. jan. s. á. (Lovsaml.
I., 65) þar sem hann þakkar landsmönnum trúa fylgd
og hollustu í siðbótarmálinu (sjá Magnús Ketilsson,
Forordn. I., 265—66. Hist. eccl. II, 302) og fer síðan
þessum orðum um innsiglið:
. . . «oc skicke wii etther nu met osselskeligLauritz Mule
fogit paa fornefnte wort land Island et indzegell, som
wií wille ati skulle bezegle the breffve med, som skulle
udgiffves, som landit oc thenn meuighe mand anrör-
endis er, oc ati tillforordinere 6 eller oc 8 mend afl' the
agtheste oc besthe thei paa landet, som samme indzegle
altiid haffve wti theris forvaring, paa thet att sameind-
zegle icke skali komme tiil noghenn wanbrug''.
Enn af brjefi þessu verður ekki sjeð, hvernig
innsiglinu hefir verið háttað, og mjer vitaulega eru
engin brjef eða skilríki nú til í skjalasöfnum í
Kaupmhöfn, sem geti í tje látið nokkrar bendingar, er