Andvari - 01.01.1883, Side 140
138
Dra merki íslands.
þar að lúta. Sömuleiðis verður eigi glögglega ráðið,
hvort upptökin til sendingarinnar hafi verið hjá lands-
mönnum eða konunginum, þó sýnist hið síðarnefnda
sennilegra af þeim ástæðum, er nú skal greina. Fyrir
og um 1550 var róstusamt mjög á íslandi, sem kunnugt
er, er siðaskiptin smátt og smátt vóru að ryðja sjer til
rúms, enn kaþólskan lá í fjörbrotunum og neytti sinna
hinztu viðstöðukrapta undir forustu Jóns Arasonar. f>að
er og kunnugt, hversu mjög Kristján konungur studdi
siðaskiptin á íslandi sem í Danmörk. Nú er þetta brjef
konungs til íslendinga um innsiglið dagsett degi síðar
enn erindisbrjef hans til Daða Guðmundssonar og Pjeturs
Einarssonar um, að þeir skuli stjukja Láriz Múla af
alefli til að handsama Jón Arason (M. Ketilsson, For-
ordn. I, 263—64). fað verður því ekki ósennilegt, að
þetta innsigli hafi þeim sjerstaklega sent verið til þess,
að brjef þau og skipanir, er þeir kynnu að láta út ganga
meðal landsmanna gegn Jóni Arasyni, hefðu meira að
segja og drægju menn því fremur í ílokk með þeim; því
að innsiglið var þeim órækur vottur þess, að þeir væru
fullkomnir umboðsmenn konungs. Enn þess gerðist
lítil þörf, því að Jón Arason átti þá skamt eptir ólifað,
enda veit jeg ekki til, að þess sje síðar getið og hvergi
hefi jeg — svo sem áður er á vikið — fundið það á
skjölum eða brjefum frá þeim tímum. þ>ó skal jeg minn-
ast nokkuð á það siðar.
Svo er að sjá sem mönnum hafi 42 árum síðar
verið úr minni liðin þessi sending og innsiglið þá að
líkindum glatað (sbr. M. Ketilsson, Forordn, II, 170);
því að á alþingi 1592 var Jóni lögmanni Jónssyni falið
á hendur að fara utan og bera undir konungs úrskurð
ýms nauðsynjamál landsins, og þar á meðal var það eitt í
erindisbrjefi hans að fá innsigli banda landinu (Ann-
álar Björns á Skarðsá II, 4; Árbækur Jóns Espólíns IV, 68,
74—75). Árið eptirkom Jón lögmaðurútmeð brjefkonungs