Andvari - 01.01.1883, Page 143
Um merki Islands.
141
að sjer þyki sennilegast að íslands merki — hvítur
þorskur með kórónu í rauðum feldi — hafi verið
tekið upp í ríkismerkið ásamt Noregs merki á
dögum Margrjetar drotningar 1380, eða sama árið sem
ísland með Noregi gekk undir Ilanakonung; enn rjett á
undan (á425. bls.) segir hann, aðNoregs merkið — gult, ljón
með kórónu og öxi í klóm sjer í rauðum feldi — sje
að likindum ekki tekið upp í ríkismerkið fyr enn 1397,
því að þá finnist það í fyrsta skipti í innsigli Dana-
konungs. Af þessu er auðsætt, að hann hefir engin
skilríki haft fyrir þessari ætlun sinni, enn einungis talið
sjálfsagt, að ísland hafi haft sjerstakt merki meðan það
stóð í sambandinu við Noregskonung, enn öngvar líkur
eru til að svo hafi nokkru sinni verið, enda hefði það
þá að öllu sjálfráðu orðið
Noregs merki samfara.
Enn hvenær var þá
þorskurinn tekinn upp
í ríkismerkið ? Hann
finst í fyrsta skipti á
gullpeningum sem slegn-
ir vóru 1591 (svo-
kölluðum Portúgalspen-
ingum) o g er það
órækastur vottur þess,
að einmitt um það leiti
hefir hann hlotið þann
sóma að komast í ríkis-
merkið. J>ar er hann
ófiattur, eins og á inn-
siglinu, og sömuleiðis
á öllum peningum til
1624, enn eptir þann
tíma finst hann ekki
IStAmiÆ,