Andvari - 01.01.1883, Page 144
142
Um inerki Islands.
á neinum peningum, sem ártal er á; aptur á móti má
sjá hann á nokkrum ártalslausum peningum með nafni
Kristjáns 4., sem þar sýnist vera hniginn á efra aldur,
eptir myndunum að dæma. Á þessum peningum er
þorskurinn í fyrsta skipti flattur, og svo er hann á
öllum peningum upp frá því. þessi breyting á merkinu
helir því orðið á ofanverðum dögum Kristjáns 4. Á hinum
elztu myndum, sem jeg þekki, af merkinu er þorskurinn
flattur eins og hann hefir verið nú um laugan aldur í
ríkismerkinu. þ>essar myndir má t. d. sjá á Landnámu
(sjá 2. myndina) og íslendingabók, sem prentaðar eru í
Skálholti 1688, enn fremur á Lögþingisbókunum 1696,
1743—44, 1747—49; og eru þær því auðsjáanlega
teknar eptir þeim myndum, sem menn þá höfðu fyrir sjer
á peningum, þrátt fyrir það, að hið eiginlega, lögmæta
innsigli væri til og sjálfsagt við haft þegar á þurfti
að halda.
Eius og áður var sýnt fram á, liefir þorskurinn
verið tekinn upp í ríkismerkið ekki síðar enn 1591,
enn það er 2 árum áður enn konungsbijefið síðara um
inusigli landsins er út gefið, og getur það brjef því
ekki legið til grundvallar fyrir viðbót þessari við ríkis-
merkið. Annaðhvort hlýtur því að vera, að stjórnin haíi
að íslendingum fornspuiðum búið þetta merki til handa
þeim og sett það síðan í ríkismerkið, enn þeir svo látið
sjer það lynda, eða hitt, að alt, sje þetta samskonar merki
og iniísigli scm það, er konungur sendi með Lauriz
Múla til Islands 1550, og að einungis hafi dregizt um
þessi 40 ár, sem á milli Jiggja, að taka það upp í ríkis-
merkið, og þykir mjer enda líklegast að svo sje. Ef
þetta er rjett þá hafa alþingismenn 1592 einungis falið
Jóni lögmanni á hendur að útvega nýtt innsigli, af því
að hið gamla hefir verið glatað; enn þá varð lítið gert
nema með konungs Ieyfi, ef menn vildu heita trúir
þegnar. þ>að veiður enn fremur — eins og drepið er á