Andvari - 01.01.1883, Page 145
Um merki Islands.
143
hjer að framan — ekki sagt með neinni vissu, hvern hlut
íslendingar upphaflega hafl átt að því, að þorskmerkið
var valið, með því að uú eru líklegast glataðar allar
heimildir, er þar að lúta. viiðist svo sem þeim ís-
lendingum, er í Kaupmannahöfn vóru veturinn 15'J2—93
sökum málaferla þeirra Gudbrands biskups og Jóns lög-
manns, heíði verið innan handar að fá merkinu breytt,
ef þeir hefði látið sig það nokkru varða, þar sem margir
þeirra vóru mikils háttar menn. Ekki verður ljóslega
sjeð orsökin til þess, að hið upprunalega merki breyttist
svona, heldur til hins lakara, ef nokkuð er, ogþaðbeint
á móti öllum þeim reglum, sem skjaldmerkjafræðin og
algeng venja hafa sett og stranglega haldið; það heíir
farið eins með þorskmerkið sem sjálít ríkismerkið, er að
sumu leiti hefir fuiðanlega tekið stakkaskiptum með tím-
anum og aldrei til batnaðar. Ef nokkurs á til að geta,
þá mun ekki fjarri sauni, að breytingin eigi rót síua
að rekja til þess, að íiattur þorskur var þá — eins og
nú — einna alkunnastur vamingur, er til Danmerkur kom
frá íslandi. Enn hvernig sem á því stendur, að flatti
þorskurinn er kominn inn í ríkismerkið, þá er hitt hjer
um bil vafalaust, að stjórnin hefir aldrei hvorki spurt
íslendinga ráða í því efni nje heldur leitað samþykkis
þeirra á þessari breytingu. Breytingin var með öðrum
orðum aldrei í lög tekin. *)
Árangurinn af þessum rannsóknum verður þá í
stuttu máli sá, að,
1. íslendingar hafa 1592—93 farið þess á leit. við
stjórnina, að fá sjerstakt innsigli til styrkingar og trygg-
ingar opinberra skjala og mála, er landsmenn varða.
*) Að hörmangarar í Kaupmannahöfn hafa þorsk í búðarmerki
sínu stafar líklega frá þeim tíma, er hörmangarafjelag
Kaupmhafnar hafði verzlunina á Islandi að ljeni frá konungi
(1742—1752, fyrir 16100 rd. á ári).