Andvari - 01.01.1883, Page 146
144
Um merki Islands.
2. pað innsigli, sem lslendingar fá þá, er gert
eptir öðru eldra, sem þegar var komið inn í ríkismerkið.
3. Hið lögmæta íslands merki er óflattur, afböfðaður
þorskur raeð kórónu konungs á strjúpanum.
4. pað merki íslands, sem nú er í ríkismerkinu,
hefir aldrei verið í lög tekið á íslandi.
Jeg geng að því vísu, að hvert mannsbarn á ís-
landi, sem komið er til vits og ára og nokkuð hefir
hugsað um þetta mál, muni hiklaust játa, aðþorskurinn
í hverri mynd sem er sje óhœfilegt merki lands ogþjóðar;
og jeg vona enn fremur að menn fylgi því fastlega fram
og linni ekki fyr iátum, enn þessu verði breytt og
annað viðunanlegt merki komi í s:aðinn. Enn nú er
hugsanlegt að ekki verði allir á eitt sáttir, hvert merki
þá skal upp taka.
Mörgum mun kunnugt, að hvítur fálki í blám feldi
er fornt ættarmerki á Islandi. Eptir vitnisburði Jóns
Gizurarsonar (Safn 1, 672) bar það fyrstur Loptur ríki
Guttormsson á Möðruvöllum (f 1436), enn síðan hans
afkomendur. Enn fremur segir Gísli Magnússon frá Hiíð-
arenda (f 1696) í ritgjörð sinni um viðreisn Islands
(í safni Árna Magnússonar 192 13. 4to) og dags. er 16.
sept. 1647, að hin kynsæla Svalbarðsætt beri hvítan
fálka í blám feldi (falconem aibum in campo viridi*), og
stendur það hoima, því að alt er það sama ættin og þá
orðin margkvísluð. J>ó hefir merki þetta ekki einungis
gengið mann frá manni að langfeðgatali, heldur einnig í
kvenlegg, sem sjá má t. d. af því að þeir frændur Páll
og Jón biskup Vídalín báru fálka í innsigli sínu; hið
sarna hefijeg og sjeð á innsiglum nokkurra aunara matina,
*) viridi hlýtur aö þýða á þessum stað: blám eða heiöblám
(sbr. viride coelum. Plin. 17, 14), er styrkist enn fremur
við gömlu vísuna: Frerði hann í feldi blá
íálkann hvíta skildi á o. s. frv,