Andvari - 01.01.1883, Page 147
Um merki lslands.
145
sem koma við þessa ætt. Haukur lögmaður Erlendsson
(f 1334) bar kauk í innsigli sínu; myndir af því má
sjá í Annaler f. nord. Oldk. og Hist. 1847, bls. 1.9—80.
þetta merki Hauks er líklega hið elzta ættarmerki á
íslandi, sem sögur fara af, og má vera að hið fyrnefnda
sje þaðan að upphafi komið. Björn þorleifsson ríki í
Vatnsfirði, dótturson Bjaruar Jórsalafara Einarssonar, og
hans afkomendur báru hvítabjörn í blárn feldi og hvíta-
björn á hjálminum (Magnús Ketilsson, Forordu. I, 38—39,
Safn I, 670—71); Kristján konungur 1. hafði veitt Birni
þessum riddaratign 1457 og leyft bonum að bera þetta
merki; var það síðan endurnýjað af Kristjáni 4. 1620
(M. Ivetilsson Forordn. II, 314—15). Samskonar merki
hafði Torfi Arason í Klofa fengið nokkru áður (1450) og var
munurinn einungis sá, að hálfur hvítabjörn var á hjálminum
(Magnús Ketilsson, Forordn. I, 37—38). þá hafði Eggert
Eggertsson, sem einn tíma var lögmaður í Víkinni í
Noregi, hálfan hvítau einhyrning í blám feldi og sömu-
leiðis á hjálmi (hann varð riddari með því skjaldmerki
1488, sjá Magnús Ketilsson, Forordn. I, 72—74; Safn I,
696—97, þar er uppdráttur af merkinu). Sonarsonur hans
Eggert lögmaður Hannesson fjekk staðfesting á því merki
hjá Kristjáni 3. 1551 handa sjer og sínutn afkomöndum
er síðan báru það í innsiglum sínum; og má sjá það
haft í innsiglum alt fram á miðja 18. öld (sbr. Safn I,
647; þar eru myndir af ínnsiglum Jóns Gizurarsonar)
og jafnvel til vorra daga *). þessi merki, sem nú vóru
*) Gísli Magnússon (= Vísi-Gísli) getur einungis um 3 ættir í
ritgjörð sinni, þeirri or áður er nefud og meðal annars fer
fram á, að hinunt fornu höfðingjaœttum eða afkomöndum
þeirra verði veitt öll þau rjettindi og hlunnindi, sem aðrar
aðalsmannaættir þá höfðu í Danaveldi; þessar ættir eru 1.
Svalbarðsættin, 2. Klofaættin, öðru nafni Torfaætt og Árnaætt,
3. Skarðsættir.; enn þar sem hann talar um Björn þorleifsson og
segir, að hann hafi borið einhyrning í hvítum feldi (Hic....
Andvarl IX. 10