Andvari - 01.01.1883, Qupperneq 148
146
Um merki íslands.
talin, eru hin helztu ættamerki á íslandi til forna, enn
mega nú fyrir löngu teljast niður lögð, þó að einstakir
menn hafi við og við haft þau í inusiglum sínum, ef
þeir með einhverju móti hafa getað rakið ætt sína til
þeirra manna, sem sagt er að hafi tekið þau upp eða borið.
Öll eru þessi merki — nema 2 hin fyrstnefndu
— svo löguð, að ekki getur verið takandi í mál að gera
úr þeim Islands merki, með því að þau sýna als ekki
neitt verulegt einkenni iands eða þjóðar, og sum kom
þar enda hvergi nærri. Að taka landvættirnar tornu
upp í merkið getur varla komið til greina (þó að það
að mörgu leiti ætti bezt við), þar sem merkið með því
móti yrði alt of margbrotið. Jeg hygg því ráðlegast að
lialda fast við fálkann, með því að hann er bæði í sjálfu
sjer fallegt morki og taisvert einkennilegur fyrir ísland;
enn þar að auki hefir hann þegar unnið sjer nokkra hefð,
ekki einungis á Islandi og meðal íslendinga heldur og í
útlöndum og meðal útlendinga, hefir enda sjezt í blám
feldi t. d. á póstskipunum íslenzku hjer í sjálfum íæð-
ingarst.að flatta þorsksins, enn fremur á ensku skipi,
sem nú í nokkur ár hefir farið milli Islands og Skot-
lands. pó vil jeg biðja menn vandlega að athuga, hvort
sú lögun, sem til þessa hefir verið höfð á merkinu, sje
í raun og veru sú heppilegasta, og hvort t. d. merkið
yrði ekki álitlegra, ef fálkinn væri látinn vera í öðrum
gessit unicornem in campo albo), þá fer hann víst vilt, þvi
að það var (að litnum á feldinum undanskildum) merki
Eggerts Eggertssonar; orsökin til þessa iilýtur að vera
sú, að á miðri 17. öld hefir öll merkjaskipunin verið komin
á ringulreið, er öngum föstum reglum var fylgt, hverjir
merkin mætti bera, enn ættirnar orðnar mjög satnrunnar.
Ititgjörð þessi er annars að ýmsu merkileg, þar sem hún
sýnir allvel hugsunarhátt þeirra tíma höfðingja í stjórnar-
málum og búskaparlagi.