Draupnir - 01.05.1903, Page 59
DRAUPNIR.
9i
kristallsvíravirkisperlum, sem sjást svo greiniiega,
þegar maður aðgætir nákvæmlega hrímfrostið í
tunglsbirtu, það er þá allt eins ogjörðin sé þak-
in með ofurlitlum blaðmynduðum, fagurskreyttum,
ljómandi stjörnum, og sérhver þeirra sé hlekkjuð
við aðra með ósýnilegum þráðum. Fjöllin í fjar-
veru sinni mændu yfir héraðið með hátignarlegum
þunglyndissvip, og vörpuðu breiðum og löngum
skuggum niður í hlíðarnar. Hann gat ekki að sér
gert, að hrópa ekki í hjarta sínu : „Fögur er nátt-
úran í hinum hvítsilfraða haustskrúða sínum“.
Þrátt fyrir útlitið, var hann enn þá tiltölulega ung-
ur maður, en þó vakti þessi hvíldartími náttúrunn-
ar engar geigvænar hugsanir um dauðann í brjósti
hans.því haustið og veturinn er dauðadvali hennar,
og hann var svo hvítur og fagur þetta kvöld.
Upp afþessumhugleiðingum vaknaði hannvið
marga hunda, sem komu geyjandi á móti honum, og
fylgdu honum heim í hlaðið á Langholti. Nú mundi
karl fyrst eftir, hver hann var, og hvaða erindi hann
átti þangað, því hafði hann gleymt á veginum.
„Enginn veit hvað undir annars
stakki býr“.
Hann sá hve allt var glatað og gleymt
frá gullöld sinnar þjóðar;
en hans var margt í huga geymt
um hagi jökulslóðar.
Kr. Jónsson.
Grímur bóndi var úti þegar hann kom, og