Vaka - 01.06.1928, Síða 62
188
BJÖRG C. ÞORLÁKSON:
[ VAIÍA
gæla, að innleiða iavíslega matargerð þeirra, i staðinn
fyrir okkar eigin hagkvæmu og skynsamlegu matargerð.
Ég hefi hér að framan aðeins nefnt hinn leiti-
þrungna inal. En litlu betri, ef ekki verri, er kássu-
matur sá, sem nú er að komast til vegs og virðingar
hér sem „fínn‘ og „breyttur“ matur. Er hann úr fínt
rnöluðu kjöti eða fiski. Venjulegast er kássan keypt hjá
kaupmönnum, og gefur að skilja, að öllu iná moka
saman í kvörnina. Og það ættu allar húsmæður að
vita, að ýldulykt og ýldubragð má taka hæði af kjöti
og fiski með ýnisum heilsuspillandi efnum, t. d. með
brennisteinssýring. Er það alkunnugt ytra, að kássur
eru oft gerðar úr því, sem íarið er að skemmast svo,
að eigi er unnt að selja það öðruvísi. Og er þá ó-
daunninn og óbragðið tekið úr kássunni með brenni-
steinssýring. Sé nú hveiti, eggjurn og kryddi hlandað i
kássuna og svo búið til úr henni „bolIur“, „randir“
og ýmisskonar „fínir“ réttir, þá Ieiðir kryddið smekk-
inn á glapstigu. Hann finnur ekki, hvað honum er
boðið, og getur því ekki rækt þá skyldu sína að vera
heilbrigðisvörður meltingarkerfisins og þar með manns-
ins sjálfs. Hinn skennndi matur kemst ofan í magann
og getur orðið þar til meira eða ininna tjóns. Er tjónið
með þrennu móti. Sjálf meltingarfærin og jafnvel allur
líkaminn geta sýkzt af efnum þeim, sein blandað er i
kjötið eða fiskinn til þess, að skeinmdirnar finnist
ekki. Líkaminn fær ekki þau fjörefni, sem upphaf-
lega voru í kjötinu eða fiskinum, því að þau deyja, er
varan úldnar, á sama hátt og fjörefni deyja í lýsi,
ef það þránar. Og tennurnar fá eigi þá starfsæfingu
við að tyggja slíkan mat, sem þeim sjálfum er nauð-
synleg til þess að halda heilbrigði. Og enn má nefna
fjórða atriðið. Meðan við eruin að tyggja mat okkar,
streyina meltingarvökvar munnsins frain í svo rikum
mæli, að heita má, að hálfunnið sé meltingarstarfið,
ef hver munnbiti er rækilega tugginn, áður en honum