Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 121
; V A K A ]
ORÐABELGUR.
247
aðgang að erlendum bókakosti, hversu vel sem væri að
verið. Meðalgreindum íslendingi um tvítugt er auðvelt
að afla sér fullnógrar undirstöðu í erlendu máli á sex
mánuðum, og engu að kenna nema röngum kennslu-
aðferðum, ef brigðult skyldi reynast. Þeir íslendingar,
sem geta ekki lært erlent tungumál á sex mánuðum,
munu heldur ekki hafa gagn af lestri þýddra úrvals-
rita. —
Benedikt Jónsson frá Auðnum, hinn ágæti faðir
Þingeyinga, sem ég svo kalla, af þvi að hann er faðir
þingeyskrar alþýðumenningar, — hann sá gildi þess,
að mönnum yrði veittur kostur á að læra erlend mál,
vakti áhuga sýslunga sinna á þessu og valdi síðan er-
lend ágætisrit í liið merkilega bókasafn, sem hann hefir
stofnað og veitt alla tíð forstöðu síðan. Hygg ég, að
það muni vera hið sérstæðasta og merkilegasta sveita-
bókasafn, sem til er. Sleitulausri baráttu þessa merkis-
manns fyrir andlegri vakningu og aukinni upplýsingu
má þakka, að Þingeyarsýslurnar eru nú betur mennt-
aðar sveitir en dæmi eru til nokkursstaðar undir svip-
uðuin aðstæðum. Án efa væru þær sveitir sízt betur
komnar, ef þær hefðu átt þýðingar einar upp á að
hlaupa. Eru þar nyrðra bændur, sem lært hafa af
sjálfsdáðum jafnvel ensku og þýzku auk Norðurlanda-
inála. Var mér að því sönn uppörvun að komast að
raun um, að bókleg menning Þingeyinga er annað og
meira en orðtak eitt, þótt ég hafi ekki séð ástæðu til
að geta þessarar staðreyndar með fullri virðingu fyr
en nú. Þá er ekki síður eftirtektarverð sú staðreynd,
að fegurra mál og hreinna er óvíða talað á landinu en
þar nyrðra, þrátt fyrir almenna þekkingu manna á er-
lendum málum.
Málaþekking auðgar og skerpir hugsunina miklu
meir en lestur þýðinga, þótt stórþjóðum sé gjarnt til
að sjást yfir þessa staðreynd. Um leið og það veitir
mönnum dýpri og upprunalegri skilning, veitir það
einnig einlægari gleði að lesa rit snillinga á þeirra
eigin máli en í þýðingum, — enda torfundnir menn til
þýðinga á snilldarverkum yfirleitt og þá enn torfundn-
ari til að þýða viðurkvæmilega samkvæmt pöntun. Er
þekking manns annars injög léleg í máli, ef hann nýt-
ur ekki snjallrar bókar betur á fruinmálinu en jafnvel
i lýtalausri þýðingu. — Og enn kemur fleira til greina.