Vaka - 01.05.1929, Síða 59
[vaka]
UM MÁLMA Á ÍSLANDI.
53
brennisteinskís, en lítið er ai' góðmálmum í þeim göng-
um, sem ekki er heldur að vænta, því bæði er mjög
mikið af strjálum brennisteinskís þar, og svo leikur
sjórinn stöðugt um gangana þar á vetrum. Víðasl verð-
ur þar þó gulls vart.
Þá athugaði ég kvarzgang, sein liggur við svo nefnd-
an Haukstjarnarlæk, neðan við Sellönd, og svo nefnda
Haukstjörn.
í þessum kvarzgangi er allmikill brennisteinskís,
einkuni neðan til. Þar er og mjög mikið af tellúr, það
mesta sem ég hefi nokkursstaðar fundið. í þessum
kvarzgangi er og talsvert af gulli, eftir því sem við má
búast í ofanjarðar steinum.
Þá athugaði ég Sellöndin, einkum svonefnt Gcitursgil.
í þessu gili eru inargir gangar, sumir mjallhvitir kís-
ilsýrugangar, og nokkrir kvarzgangar. Ég byrjaði at-
hugun mina neðst í gilinu og tók sýnishorn úr 20
göngum, er ég merkti nr. 1—20. í einstöku göngum
ncðarlega eru mjóir gangar kalkblandaðir.
Gil þetta skiftist í 2 kafla. Að neðan er það með lið-
andi halla, en um miðjuna er það bratt og slétt. Og
þegar upp fyrir þá brekku kemur, er hallinn lítill.
í göngunum nr. 1-—6 var lítið af málmum, þó er þar
vismút í flestu grjóti, og svo inikið, að það myndar
jafnan rautt vismútlag (Beslag) á viðarkolinu, sem
brætt er á. Og svo er þar jafnan vottur af góðmálmum.
Af því að ég sá, að góðmálmar voru í þessu gili, gerði
ég mér sérstaklega far um að rannsaka steina, sem ég
tók þar, og lét sprengja þar í nokkra ganga. Ég bræddi
nokkrum sinnum stein úr kvarzganginum nr. 7 með
blýmenju og öðrum bræðsluefnum og 3 grömmum af
hreinu silfri; eimdi ég svo blýið í venjuleguin „múffu“-
ofni. En eftir varð silfrið, með góðmálmunum. Það leysti
ég tvisvar með saltpéturssýru (eðlisþyngd 1,2 og 1,3).
Eftir urðu brúnir gullflókar og hrein, skærhvít málm-
korn. Þá Ieyst með kongavatni sterku (saltsýra 1,18,