Menntamál - 01.04.1937, Blaðsíða 27
menntamál
21
Umbun er því gagnstæð refsingu. Hún hefir þa'ð lilut-
verk að livelja barnið til að gera það sem gott er og eftir-
sóknarvert. A sama hátt og vanþóknunin, ávítunin og
lastið er hinn siðferðilegi kjarni refsingarinnar, cr viður-
kenningin, uppörvunin og lofið siðferðilegur kjarni um-
bunarinnar.
Eflir siðferðilegu mati voru á orðum og athöfnum,
skiptum vér þeim i þrjá aðalflokka: Það,sem ervont,það
sem er leyfilegt og það sem er gott. Til þess að barnið
verði félagsleg vera, ríður þvi mest á, að það forðist að
gera það sem vont er og skaðsamlegt. Án þessa skilyrðis
\æri allt félagslif og samlíf manna óhugsandi. Við sum-
um þessarra afbrola liggja ákveðnar, þungar lagarefsing-
ar. En golt framferði og jafnvel siðferðilegur hetjuskap-
ur er aftur á móti afarsjaldan verðlaunaður. Menn verða
að láta sér nægja góðan orðróm, gott mannorð, lof, tiltrú,
ást og virðingu samborgara sinna í þeim efnum. Fram-
angreindar ástæður liggja til þess, að nútíma uppeldis-
fræði verður líðræddara um refsingar en laun. En í sjálfu
sér er hinn siðferðilegi kjarni launanna, nefnilega uppörv-
unin til góðra verka, alveg eins þýðingarmikill og liinn
siðfcrðilegi kjarni refsingarinnar: ávítunin. Maður, sem
aðeins forðast bið illa. en sækist ekki eftir liinu góða,
myndi enganveginn samsvara mannsliugsjón vorri nú á
dögum.
Þeir, sem einkum bafa beitt umbun og verðlaunum i
uppeldisaðferðum, eru Jesúítarnir. Þeir voru um eitt skeið
frægir um allan lieim fyrir skóla sina^ en frckar þóttu
þeir ala upp duglega menn en góða. Þessi aðferð þeirra,
að beita aðallega umbun og verðlaunum til að hvetja nem-
endurna, liefir j)ótt ærið viðsjárverð. Þykir hætt við, að
hún ali upp í mönnum kappgirni og samkeppnisanda úr
hófi fram, livetji menn til að komast til valda og metorða
sneð öllu mögulegu móti, leggi meira upp úr því að sýn-
ast en vera. Upp á Jesúítana er málshátturinn heimfærð-