Menntamál - 01.04.1937, Page 30

Menntamál - 01.04.1937, Page 30
24 MENNTAMÁL aðra eða raunverulegra keppinauta. Með öðrum orðum: að keppa aðeins við sjálft sig^ koma í framkvæmd draum- um sínum og óskum, sem því cru ekki sameiginleg við neinn annan. Þvi gclur það ekki fyllilega borið sig sam- an við neinn eða keppt við neinn, heldur aðeins borið eigin framkvæmdir saman við fyrirætlanir sinar. Sjálfs- keppni komi því í stað samkcppni. 2) Það verður að kenna barninu að fá ást á vinnunni verksins vegna, vinnunni i sjálfri sér. Það verður að inn- ræla þvi að gcra hið góða vegna hins góða, en ekki vegna lofs, sem það kann að fá fyrir góðverkið. Aðálárangur verðlaunanna er oftást sá, að menn alast ekki upp í dyggðinni sjálfri, lieldur sækjast þeir eftir táknum um iiana: heiðursmerkjum, vcrðlaunum og öðrum sóma. Barnið venst ekki á að vinna af ást á málefninu sjálfu, iieldur verður málefnið því aðeins ráð' til þess að svala metorðagirnd sinni og fá lof annara. Það sækist þá eftir ylri dyggðarmerkjum, en hirðir ekki um dyggðina sjálfa. 3) Sá hlýtur lof óg verðlaun, sem náð hefir góðurn árangri. Verðlaunaaðferðin kemur því til leiðar, að menn heiðra aðeins árangurinn en ekki verðleikana. Og verð- leikar og góöur árangur fara ekki alllaf saman. Það er rangt siðfcrðilcga, að heiðra aðeiiis árangur starfsins en ekki það erfiði og úthald, sjálfsafneitun verðleika, sem skapað liafa árangurinn. 4) Verðlaunaaðfcrðin hefir þann ókost, að liún getur af sér of mikla einstaklingshyggju, sérgæði og hroka. Hún þroskar ekki félagslyndi og félagsanda né fórnfýsi og starfslöngun í þágur annarra eða þjóðfélagsins eða loks einhvers málefnis. Hún elur i bezta lagi upp duglega en sérgóða menn og óvanda að þeim ráðum, sem þarf til þess að komast áfram eða „slá í gegn“. Þeir kæra sig kollótta, þótt Jjcir upphefji sjálfa sig með því að niður- lægja aðra. 5) Skólaverðlaunin gela orðið hæltuleg veraldargengi

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.