Menntamál - 01.12.1938, Page 52
114
MENNTAMÁL,
vei t að þan læri sjálf að spyrja en að svara gefnum spurn-
ingum. Hvorttveggja þarf að æfa jöfnum liöndum.
Þá liafa jiær og algerlega vanrækt að leggja fyrir börn-
in óleysanleg dæmi, en einnig það er mikils virði fyrir
síærðfræðilega hugsun, og fátt er tiðara i daglegu lífi, en
að menn standi gegn óleysanlegum viðfangsefnum — og
haldi sig geta leyst j)au eða hafa leyst j)au. —
Loks leggja j)ær alltof milda stund á að kenna lausnir
reikningsþrauta, sem fjöldi harna hefir ekkert með að
gera, og að æfa sjaldgæfar reikningsaðferðir, sem varla
koma fyrir i daglegu lífi (t. d. samlagningu og frádrátt
almennra brota) en vanrækja kerfisbundna æfingu sjálf-
sögðustu og nauðsynlegustu reikningstækni, meðferð.heilla
talna og tugabrota, og einföldustu flatar- og rúmmynda.
Einkum er byrjunaratriðunum, sem þó allt veltur á, ætl-
uð alltof lítil æfing.
Eg hefi rætt um reikningsbækurnar vegna j)ess, að þær
verða enn um skeið leiðarvísir, er flestir kennarar haga
kennslu sinni eftir. Fyrsta skrefið til almennra endurbóta
i stærðfræðikennslunni, er því að gefa út góðar kennslu-
bækur í greininni, og miklu varðar, að ])að verði ekkert
vixlspor.
Gestur Ó. Gestsson.