Menntamál - 01.12.1938, Síða 86
148
MENNTAMÁL
Á hvern hátt er vænlegast að koma víðavangsskóla
hugmijndinni í framkvæmd?
Ef víðavangsskólinn á að ryðja sér braul við barna-
skólana, ])á er óhjákvæmilegt að kennaraskólarnir taki
málið að sér sem fastan lið í menntun kennaraefna,
og umfram allt á þann liátt, að kennaraefnin starfi sjálf'
sem nemendur og kynnist með þessu sjálfstarfi hin-
um ýmsu þáttum viðfangsefna og aðferða víðavangs-
skólanna. Ef þess væri kostur að senda sama nemenda-
fiokk tvisvar í víðavangsskóla, þá mætti síðari dvölin
vera með verklegu sniði, ]). e. a. s. að nemendunum
yrði dreifl milli víðavangskóla fyrir börn lil aðstoðar
við kennsluna. Fyrra atriðið er þýðingarmeira, og á
því verður að byrja. Það muii ekki koma að miklu gagni
að senda nemendur, sem ekki bafa sjálfir verið í víða-
vangsskóla, til aðstoðar við kennsluna.
Hvernig fellnr þessi námsþáttur best inn í starfsskrá
kennaraskól'ans?
Það verður alltaf álitamál, livenær á námstíma kenn-
araskólanna víðavangsskólinn skuli haldinn. í Hader-
slev höfum við alltaf notað fyrsta hálfan mánuðinn
af skólaári 2. hekkjar í ])essu skyni. Því fylgir sá kost-
ur, að það, sem nemendur sjá og læra þarna, kemur
þeim að gagni við fvrra liluta prófið, og þar eð A'íða-
vangsskólinn er haldinn svona snenuna á skólaárinu,
þá kemur það ekki í bág við annað nám. Ef um aðra
dvöl sama námsflokks yrði að ræða i viðavangsskóla,
])á mætti bafa hana í sambandi við æfingakennslu í
3. bekk.
Hvert er hagkvæmast að fara?
Mörgum kennaraskólum er þannig í sveit komið, að
hægt er að reka víðavangsskóla frá þeim. Þó verður
að teljast heppilegra, að t'ara til fjarlægra héraða.
Víðavangsskólinn nýtur sín þá belur, þar sem ekkerl
úr hinu hversdagslega skólalífi truflar nemendurna. f