Menntamál - 01.12.1938, Side 119
MKNNTAMÁL
181
þess að vekja athygli þeirra og löngun að heyra meira.
Þelta á ekki að vera neinn ritdómur, en þó finnst mér
rétt að geta þess, að eí'lir því sem hægt er að dæma, án
þess að liaí'a séð frumritið, þá virðisl þýðandanum yfir-
leitt hafa lánazt vel að koma bókinni í íslenzkan búning.
Þó virðist mcr sumstaðar kenna of mikillar fastlieldni við
orðalag frumritsins, eins og margan þýðanda hendir, og
viða gætir þess, að hókin er samin með brezk börn og
lirezka staðliætti fyrir augum. Yildi ég varpa því fram
hér, þeim kennurum til eftirbreytni, er ráðast kynnu í
samskonar verk og Yaltýr hefir hér unnið, livort ekki
mundi vænlegast að endursegja frumritin meira eða minna
nákvæmlega, en ])ýða þau ekki endilega setningu fyrir
sclningu.
Eg vildi með þessum línum aðeins vekja atliygli á
þessari litlu og ódýru bólc (verð: 3,75 kr.), sem ég tel að
ckki megi vanta í neilt skóla-bókasafn, auk þess sem
kennurum væri gott að eiga liana.
Ó. Þ. K.
Sigurður Helgason: Og árin líða. Þrjár stuttar skáld-
sögur. ísafoldárprentsmiðja 1938.
Marr í frost])urrum snjó, — nístandi marr undan stígvéla-
hælum sjómanna, sem leggja leið sina ýmist frá sjónum eða að
honum, undir stjörnubjörtum, köldum himni, — þetta er undir-
tónninn í sögunni „Skarfaklettur", sem er sterkasta sagan í jjess-
ari bók. Þetta marr í frosljmrra snjónum er eins og hljóð í rak-
hnífsegg, og rakhnífurinn liggur nakinn í mörgum opnum sög-
unnar. Þó að höf. hafi einfaldan frásöguhátt, tekst honum að
draga áhrifamiklar myndir, siimar átakanlegar, i nálægum veru-
leika sínum. í sögunni „Skarfaklettur" er það einkum þrennt,
sem vekur slíka athygli. Það er hin hrollkennda lýsing á þvi,
þegar vélbátur úr litlu þorpi ferst, og hvernig slikt áfall lam-
ar fámennt sjávarþorp. Þá er það lýsingin á innri baráttu manns-
ins, sem hlakkar í hjarta sínu á laun yfir j>ví, að andstæðingur
hans deyr skyndilega. Og þriðja atriðið er frásögnin um mann
og konu, sem bíða örlagadómsins, dauðans, í eyðiskeri, — þessi
maður og kona, sem elskast og hatast, sem eru ýmist vinir eða